Misskipting hefur aukist mikið undanfarin þrjátíu ár í löndum OECD. Ójöfnuður í heiminum öllum er fáránlega mikill. Það er átakanleg staðreynd að nokkrir tugir ofurríkra einstaklinga eiga álíka mikinn auð og fátækasti helmingur alls mannskyns. Þessi misskipting felur í sér mikla sóun og óþarfa eymd. Fjöllum um ójöfnuð og hvað er hægt að gera til að draga úr honum. Það reyni ég að gera í þessu stutta viðtali.
Ríkisstjórn ríka fólksins
Brauðmolakenningin er stórhættulegt rugl
Því fyrr sem stjórnmálamenn, og almenningur sem kýs þá til valda, átta sig á því að brauðmolakenningin er stórhættulegt rugl, því betra. Í raun er lífsnauðsynlegt að almenningur átti sig á þessu sem fyrst. Helst fyrir næsta hrun.
Á fólk að „gefa“ Landspítalanum skuldalækkun sína?
Nú er verið að skora á einstaklinga sem þurfa ekki á neinni „skuldaleiðréttingu“ að halda en fá hana samt til að „gefa“ Landspítalanum leiðréttinguna. Vissulega falleg hugsun en er því miður ekkert annað en brjáluð meðvirkni með kerfinu (rétt eins og hugmyndin um...
Ég er reiður!
Stjórnmálamenn keppast við að segja að „leiðréttingin“ stóra sé leið yfirvalda til að bæta fólki skaðann af hruninu. Þeir tala allir um „sanngirni“ og „forsendubrest“. Ég verð agalega reiður þegar ég heyri þetta. Fátækt fólk sem á ekki og mun líklegast aldrei geta...
Bullið var afhjúpað fyrir kosningar
Ólafur Stephensen skrifar ágætis leiðara í dag um sérálit Péturs Blöndal um skuldaleiðréttingaáform ríkisstjórnarinnar. Ólafur segir Pétur afhjúpa bullið. Þó sérálit Péturs sé ágætt má ekki gleyma því að fjölmargir afhjúpuðu bullið ítrekað fyrir kosningar. Meirihluti...
Hugmyndafræði yfirstéttarinnar og lygin um fjárskort ríkisins
Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins ætlar að lækka barnabætur og draga úr þróunaraðstoð um mörg hundruð milljónir til að "forgangsraða í þágu heilbrigðis landsmanna." Tvær ástæður eru gefnar fyrir þessum níðingsverkum og eru báðar galnar. Í fyrsta...
Meðvirkni með ríkisstjórn ríka fólksins
Hugmyndin um Læknavísindakirkjuna er skemmtileg en um leið óframkvæmanleg. Fyrst og fremst er hugmyndin þó dæmi um grátlega meðvirkni fólks með ríkisstjórn sem hugsar fyrst og fremst um hagsmuni hinna ríku. Það hefði verið tiltölulega einfalt að efla Landspítalann og...
Mótmælum ójafnaðarstjórninni
Sérhagsmunastefna ríkisstjórnarinnar hefur verið afhjúpuð. Eftir birtingu fjárlaga má öllum að vera það ljóst að stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst stjórn hinna ríku. Stórfyrirtækjum, sérhagsmunaöflum og efnafólki er samviskusamlega...
Flöt niðurfelling skulda er öfugur sósíalismi
Fyrir kosningar töluðu margir, þar á meðal undirritaður, um að flöt niðurfelling skulda væri lítið annað en auðmannadekur. Margoft var bent að með flatri niðurfellingu skulda væri í raun fyrst og fremst verið að gefa ríkasta fólkinu á Íslandi pening á kostnað allra,...
Jafnrétti Silfurskeiðabandalagsins
Hugsjónir fólks og flokka eru mismunandi eins og gengur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, hið svokallaða Silfurskeiðabandalag, er með sínar hugsjónir á hreinu. Jafnrétti þeirra er ljóst. Allir eiga að fá skuldir niðurfelldar jafnt. Óháð tekjum...