Sigurður Hólm Gunnarsson

Atvinnustjórnmálablaðrið í Silfrinu

Atvinnustjórnmálablaðrið í Silfrinu

Hvaða aðgerðir, nákvæmlega, ætla flokkarnir að fara í til að tryggja hagsmuni barna, öryrkja, aldraðra, heimilislausra og annarra hópa sem illa geta varið sig? Hvað á að gera til draga úr misskiptingu og örvæntingu fólks sem nær ekki endum saman?

Til minningar um mömmu

Til minningar um mömmu

Eftir stendur söknuður. Söknuður er sérstök tilfinning því hún er bæði erfið og góð. En fyrst og fremst sit ég hér, fullur af þakklæti og góðum minningum.

Takk mamma. Takk fyrir ástina, hlýjuna og lífið sjálft!

Óboðlegt ástand í meðferðarmálum barna

Óboðlegt ástand í meðferðarmálum barna

Í nýlegri umfjöllun Kveiks um Stuðla og óboðlegt ástand í meðferðarmálum barna kom óþægilega lítið nýtt fram. Ástandið sem lýst er í þættinum og í fréttum í kjölfarið hefur verið sambærilegt frá a.m.k. 2010. Ef eitthvað er hefur staðan versnað og úrræðum fækkað.

Villandi umfjöllun um vitundarvíkkandi efni

Villandi umfjöllun um vitundarvíkkandi efni

Ofstækið gegn vímuefnun (eða vitundarvíkkandi efnum) má ekki verða til þess að koma í veg fyrir að nýjar og gagnlegar aðferðir verði rannsakaðar og síðan notaðar til að hjálpa öllum þeim sem hafa þurft að eiga við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og óhóflega áfengisneyslu.
Ég geri því þá lágmarkskröfu að fjölmiðlamenn fjalli um mál sem þessi af þekkingu og yfirvegun en ekki bara út frá hræðsluáróðri og þörf til að stimpla þá sem vilja fara aðrar leiðir í leit að betra lífi.

Hvað gerir Elizabeth Warren?

Hvað gerir Elizabeth Warren?

Ef Warren dregur sig í hlé og styður Sanders af krafti gæti hún svo gott sem tryggt honum sigurinn og orðið hetja meðal þeirra sem vilja róttækar breytingar. Ef hún aftur á móti dregur lappirnar gæti hún skemmt fyrir Sanders sem stendur henni mun nær í pólitík en Joe Biden. Framsækið vinstrafólk í Bandaríkjunum, og um heim allan, myndi seint fyrirgefa henni það.

Ekki horfa aðgerðalaus á ofbeldi ungmenna

Ekki horfa aðgerðalaus á ofbeldi ungmenna

Fyrir um ári lenti ég í þeirri óþægilegu reynslu að þurfa að stöðva hópslagsmál í Grafarvoginum.

Síðan þá hef ég því miður fengið af og til ábendingar um fleiri sambærileg atvik og fengið að sjá margar upptökur af fólskulegum árásum þar sem hópur ungmenna ræðst að einum. Nú síðast í þessari viku. Ofbeldið er sláandi. Sparkað er í höfuðið á liggjandi ungmennum og stundum eru vopn notuð.