Menntamál

Tannburstar, hjálmar og markaðsvæðing skólanna

Tannburstar, hjálmar og markaðsvæðing skólanna

Augljóslega er ekki hægt að stroka út öll vörumerki af vörum og enginn að biðja um það. Markmiðið með reglunum er greinilega það að reyna að koma í veg fyrir að grunn- og leikskólar breytist í markaðstorg þar sem hagsmunaaðilar og fyrirtæki hafa greiðan aðgang að börnum með óþarfa áróðri eða auglýsingum.

Ég minni á að ef fyrirtæki eiga nóg af peningum til að „gefa“ skólabörnum mikilvægar gjafir þá hafa sömu fyrirtæki líka efni á því að greiða örlítið hærri skatt svo við getum fjármagnað opinbera skóla betur. Mikilvæg starfsemi opinbera stofnanna á almennt að vera fjármögnuð með almannafé en ekki með gjöfum frá einkafyrirtækjum sem fela í sér auglýsingar og hagsmunaárekstra.

Ráðherrar sem hunsa gagnreynda þekkingu

Ráðherrar sem hunsa gagnreynda þekkingu

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var spurður á Bylgjunni í dag um álit sitt á umfjöllun síðustu daga um heimalærdóm (þar á meðal um grein mína: Heimalærdómur barna er gagnslaus og jafnvel skaðlegur). Ég hjó eftir því að Illugi, æðsti maður menntamála á Íslandi,...

Byltum skólaumhverfi sem hvetur til eineltis

Byltum skólaumhverfi sem hvetur til eineltis

Einelti í grunnskólum er viðvarandi vandamál þó vitundarvakning hafi vissulega orðið á undanförnum árum. Flestir eru orðnir meðvitaðir um að einelti er ofbeldi sem verður að taka alvarlega og koma í veg fyrir. Flestir skólar eru með eineltisáætlanir og foreldrar,...

Heimspeki á að vera skyldufag í skólum

Heimspeki á að vera skyldufag í skólum

Tveir þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um heimspeki sem skyldufag í grunn- og framhaldsskóla. Segir í tillögunni: „Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að breyta aðalnámskrám grunnskóla og framhaldsskóla þannig að...

Gömul hugsjón – Menntun með markmið

Gömul hugsjón – Menntun með markmið

Stundum, þegar ég hef ekkert að gera, skoða ég gömul skrif sem leynast í tölvunni minni eða á www.skodun.is. Það getur verið áhugaverð reynsla. Svolítið eins og að ferðast aftur í tímann. Sumar skoðanir hafa breyst, aðrar ekki. Fyrir tilviljun fann ég um 20 blaðsíðna...

Staðlausir stafir um Siðmennt

Staðlausir stafir um Siðmennt

[Þessi grein var birt í Morgunblaðinu 3. febrúar 2010] „Fordómar Siðmenntar gagnvart kristinni trú og fagmennsku kennara eru löngu orðnir augljósir og þegar rök þeirra eru úr lausu lofti gripin færi betur á að ritstjórar blaðanna stöðvuðu slíkar greinar. En í þessu...

Karlmaður í kvennastétt?

Karlmaður í kvennastétt?

Eins og aðrir fékk ég þessa spurningu og svaraði að bragði “Ja, ég er nýbyrjaður að læra iðjuþjálfun”. Þetta svar mitt vakti óvænta lukku og þegar hlátrinum loksins lynnti hélt spyrjandi áfram: “…góður þessi. Nei svona í alvöru talað hvað ertu að læra?…”.