6 leiðir til að bæta stöðu heimilislausra
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 21. 02. 2023
Það er í sjálfu sér ekki flókið að bæta stöðu heimilislausra heilmikið. Ekki síst þeirra sem glíma við fíknivanda. Það er hægt að gera með einföldum aðgerðum.
Heimilislausir þurfa húsaskjól allan sólarhringinn
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 18. 12. 2022
Ef skattar okkar eiga að fara í eitthvað þá er það í að tryggja sjálfsögð mannréttindi þeirra sem hafa það verst í okkar samfélagi.
Villandi umfjöllun um vitundarvíkkandi efni
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 27. 08. 2020
Ofstækið gegn vímuefnun (eða vitundarvíkkandi efnum) má ekki verða til þess að koma í veg fyrir að nýjar og gagnlegar aðferðir verði rannsakaðar og síðan notaðar til að hjálpa öllum þeim sem hafa þurft að eiga við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og óhóflega áfengisneyslu.
Ég geri því þá lágmarkskröfu að fjölmiðlamenn fjalli um mál sem þessi af þekkingu og yfirvegun en ekki bara út frá hræðsluáróðri og þörf til að stimpla þá sem vilja fara aðrar leiðir í leit að betra lífi.
Kapítalisminn er heimsendakölt
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 30. 03. 2020
Frjálshyggjukapítalisminn hefur nú opinberað sig endanlega sem heimsendakölt. Í nafni frelsisins eru íbúar fastir í fjötrum fátæktar og sjúkdóma að miklu leyti að óþörfu.
Hvað gerir Elizabeth Warren?
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 02. 03. 2020
Ef Warren dregur sig í hlé og styður Sanders af krafti gæti hún svo gott sem tryggt honum sigurinn og orðið hetja meðal þeirra sem vilja róttækar breytingar. Ef hún aftur á móti dregur lappirnar gæti hún skemmt fyrir Sanders sem stendur henni mun nær í pólitík en Joe Biden. Framsækið vinstrafólk í Bandaríkjunum, og um heim allan, myndi seint fyrirgefa henni það.
Ekki horfa aðgerðalaus á ofbeldi ungmenna
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 19. 02. 2020
Fyrir um ári lenti ég í þeirri óþægilegu reynslu að þurfa að stöðva hópslagsmál í Grafarvoginum.
Síðan þá hef ég því miður fengið af og til ábendingar um fleiri sambærileg atvik og fengið að sjá margar upptökur af fólskulegum árásum þar sem hópur ungmenna ræðst að einum. Nú síðast í þessari viku. Ofbeldið er sláandi. Sparkað er í höfuðið á liggjandi ungmennum og stundum eru vopn notuð.
Sigrar Sanders í New Hampshire?
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 11. 02. 2020
Sanders er talinn líklegastur til að sigra í kosningunum í New Hampshire í dag. Samkvæmt meðaltölum síðustu kannana er Sanders spáð mestu fylgi eða 28,7%, Buttigieg 21,3%, Klobuchar 11,7% en Biden og Warren er spáð 11% fylgi. Ef þetta verður niðurstaðan mun það líta mjög vel út fyrir Sanders en að sama skapi mjög illa út fyrir Joe Biden sem hefur frá upphafi verið talinn líklegastur til að verða útnefndur frambjóðandi Demókrata.
Bernie Sanders byltingin
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 03. 02. 2020
Það verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður í Iowa í kvöld/nótt og svo í New Hampshire eftir viku. Vonandi verður loksins valinn sannur mannvinur, sem Bernie Sanders vissulega er, til að leiða Demókrataflokkinn til sigurs gegn Donald Trump síðar á árinu. Vonandi…