Kapítalisminn er heimsendakölt

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

30/03/2020

30. 3. 2020

Frjálshyggjukapítalisminn hefur nú opinberað sig endanlega sem heimsendakölt. Í nafni frelsisins eru íbúar fastir í fjötrum fátæktar og sjúkdóma að miklu leyti að óþörfu.

Hvað gerir fólk sem á engan lagalegan rétt á launuðum veikindum í miðjum Covid-19 faraldri? – Það mætir veikt í vinnuna og smitar aðra…

Hvað gerir fátækt fólk sem er ekki sjúkratryggt eða nægjanlega vel tryggt ef það finnur fyrir veikindum? – Það sleppir eða frestar því að fara til læknis og örkumlast eða deyr…

Hvað gerist ef fólk sem þó er sjúkratryggt missir vinnuna? – Það missir í leiðinni þá takmörkuðu sjúkratryggingu sem það hafði…

Þetta er allt að gerast í ríkasta og voldugasta landi heims, Bandaríkjunum núna. Það er sorglegt og í raun ömurlegt að horfa upp á þetta.

Í öllu ríkidæminu eru til kjarnorkuvopn, flugmóðurskip og önnur stríðstól af öllum toga sem gætu tortímt öllu lífi á Jörðinni mörgum sinnum. Á sama tíma eru ekki til nægjanlega mörg greiningar- og lækningatæki til að berjast gegn heimsfaraldri.

Trúðurinn Trump vildi í fyrradag opna allt fyrir páska til að koma vítisvél kapítalismans aftur í gang sem fyrst. Skósveinar hans mættu í fjölmiðla og grátbáðu landa sína að fórna ömmu og afa í nafni markaðarins. Þeir sögðu berum orðum að það væri betra að leyfa eldra fólki að veikjast og deyja en að viðhalda samkomubanni og loka fyrirtækjum tímabundið.

Frjálshyggjukapítalisminn hefur nú opinberað sig endanlega sem heimsendakölt. Í nafni frelsisins eru íbúar fastir í fjötrum fátæktar og sjúkdóma að miklu leyti að óþörfu.

Deildu