Tillaga að kjarabót fyrir kennara og aðra opinbera starfsmenn

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

17/03/2014

17. 3. 2014

Opinberar stofnanir greiði námslán starfsmanna sem eru í störfum sem „krefjast“ háskólamenntunnar. Miðað skal við hefðbundin námslán hjá fólki sem hefur ekki haft tök á því að vinna með skóla eða lifa á fjölskyldu sinni meðan það er í námi. Þessi greiðsla bætist ofan á laun og reiknast sem bónus til handa opinberum starfsmönnum (sem […]

kennariOpinberar stofnanir greiði námslán starfsmanna sem eru í störfum sem „krefjast“ háskólamenntunnar. Miðað skal við hefðbundin námslán hjá fólki sem hefur ekki haft tök á því að vinna með skóla eða lifa á fjölskyldu sinni meðan það er í námi. Þessi greiðsla bætist ofan á laun og reiknast sem bónus til handa opinberum starfsmönnum (sem yfirleitt eru með lægri laun en starfsmenn í einkageiranum).

Skuldi viðkomandi starfsmaður ekki námslán fær hann samsvarandi upphæð greidda í peningum eða sem aukaframlag í viðbótarlífeyrissjóð.

Það getur varla talist sanngjarnt að „kaupaukinn“ sem fólk fær fyrir háskólagráðurnar sínar hjá hinu opinbera dugi vart fyrir mánaðarlegum afborgunum námslána.

Aðrar greinar um menntamál:

Deildu