Tannburstar, hjálmar og markaðsvæðing skólanna

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

22/01/2015

22. 1. 2015

Augljóslega er ekki hægt að stroka út öll vörumerki af vörum og enginn að biðja um það. Markmiðið með reglunum er greinilega það að reyna að koma í veg fyrir að grunn- og leikskólar breytist í markaðstorg þar sem hagsmunaaðilar og fyrirtæki hafa greiðan aðgang að börnum með óþarfa áróðri eða auglýsingum.Ég minni á að ef fyrirtæki eiga nóg af peningum til að „gefa“ skólabörnum mikilvægar gjafir þá hafa sömu fyrirtæki líka efni á því að greiða örlítið hærri skatt svo við getum fjármagnað opinbera skóla betur. Mikilvæg starfsemi opinbera stofnanna á almennt að vera fjármögnuð með almannafé en ekki með gjöfum frá einkafyrirtækjum sem fela í sér auglýsingar og hagsmunaárekstra.

auglýsingarMargir virðast ósáttir við reglur Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um gjafir í skólum. Í fjölmiðlum er kvartað yfir því að ekki megi lengur gefa börnum hjálma og tannbursta eða jafnvel smokka því þær vörur séu merktar fyrirtækjum. Þetta er mikill misskilningur. Reglur Reykjavíkurborgar eru ansi góðar og markmið þeirra að koma í veg fyrir að opinberir skólar breytist í allsherjar markaðstorg.

Það getur reynst mjög vafasamt þegar hagsmunaaðilar og skólar rugla saman reitum. Ég minni á að fyrir hrun voru margir mjög hrifnir af því að einkafyrirtæki væru að styrkja framhaldsskóla og háskóla. Var það (og er?) gert til dæmis með því að nefna kennslustofur eftir fyrirtækjum og heilu námsbrautirnar jafnvel fjármagnaðar af einkafyrirtækjum.

Fólkið sem studdi þessa markaðsvæðingu notaði sömu rök og fólk notar nú.  Mantran var að þetta væri „frábær leið fyrir fyrirtæki til að taka samfélagslega ábyrgð og styðja samfélagið“. Raunin varð auðvitað sú að til urðu hagsmunaárekstrar og sjálfsritskoðun nemenda, kennara og stjórnenda skóla jókst. Enginn vill gagnrýna styrktaraðila sína.

Þegar kemur að ungum börnum. Börnum á leik- og grunnskólaaldri er mikilvægt að gefa þeim grið fyrir óþarfa auglýsingaáróðri. Á þetta alveg sérstaklega við þau börn sem eru í opinberum skólaskyldum skólum.

Ef einhver heldur að það sé bannað að gefa börnum hjálma eða tannbursta er það mikill misskilningur. Reglur Reykjavíkurborgar kveða á um hvernig má afhenda slíkar gjafir, í hvaða samhengi og svo hvernig þær séu merktar. Gjöfin verður að hafa eitthvað fræðslugildi sem er passar við starfsemi skólans og það er bannað að gefa  vöru sem eru með auglýsingar frá öðrum fyrirtækjum. Ef fyrirtæki vill gefa sem dæmi reiðhjólahjálma má það alveg gera það í húsnæði skólans eftir skólatíma svo lengi sem hjálmarnir séu ekki sérmerktir öðru fyrirtæki (t.d. Eimskip eða Coca Cola).

Augljóslega er ekki hægt að stroka út öll vörumerki af vörum og enginn að biðja um það. Markmiðið með reglunum er greinilega það að reyna að koma í veg fyrir að grunn- og leikskólar breytist í markaðstorg þar sem hagsmunaaðilar og fyrirtæki hafa greiðan aðgang að börnum með óþarfa áróðri eða auglýsingum.

Ef fyrirtæki geta ekki farið eftir reglum Reykjavíkurborgar sem miða að  því draga úr auglýsingaáróðri meðal skóabarna þá verður bara að hafa það. Ef gjöfin er mikilvæg og foreldrar virðast ekki hafa efni á að kaupa hana sjálfir verður að bregðast við með öðrum hætti.

Ég minni á að ef fyrirtæki eiga nóg af peningum til að „gefa“ skólabörnum mikilvægar gjafir þá hafa sömu fyrirtæki líka efni á því að greiða örlítið  hærri skatt svo við getum fjármagnað opinbera skóla betur. Mikilvæg starfsemi opinbera stofnanna á almennt að vera fjármögnuð með almannafé en ekki með gjöfum frá einkafyrirtækjum sem fela í sér auglýsingar og hagsmunaárekstra.

Hér fyrir neðan má svo skoða reglur Skóla og –frístundasvið Reykjavikurborgar. Örugglega má laga orðalag og gera reglurnar skýrari en eins og áður segir er „andi laganna“ augljós og góður.

Sjá nánar:

Deildu