Mannréttindafulltrúi andskotans*

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

21/01/2015

21. 1. 2015

Í öllum tilfellum réttlætir Gústaf afstöðu sína með því að Ísland sé „kristin þjóð“ og sé síðasta „kristna vígið“ í Evrópu. Hann virðist á móti öllum lagabreytingum sem stangast á við „Heilaga ritningu“, en slík lög eru víst „fráhvarf frá skíru og kláru boði Heilagrar ritningar og í andstöðu við siðfræði kristinnar kirkju í heild sinni.“ Svo óttast þessi sami maður að tekin verði um sharia lög á Íslandi. Kannski ekki skrítið því ef hann fengi að ráða væru lög á Íslandi líklegast alfarið byggð á "Heilagri ritningu".

Framsókn og flugvallarvinirMannréttindaflokkurinn Framsókn hefur nú skipað mann í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar sem er einna þekktastur fyrir að berjast gegn mannréttindum. Ég óska Framsóknarflokknum til hamingju með að vera alveg búinn að missa það. Maðurinn er Gústaf Níelsson en hann:

a) Berst gegn réttindum samkynhneigðra og telur það „fráhvarf frá kristnum siðferðisgildum“ að laga réttarstöðu þeirra.

b) Berst gegn lögum um „ættleiðingar barna til para í staðfestri samvist og tæknifrjóvgun hjá konum í staðfestri samvist“

c) Vill að ákveðin trúarbrögð (Íslam) verði bönnuð á Íslandi og hefur sérstaklega lýst því yfir það sé „ekki heppilegt að fylla landið af múslimum“.

Í öllum tilfellum réttlætir Gústaf afstöðu sína með því að Ísland sé „kristin þjóð“ og sé síðasta „kristna vígið“ í Evrópu. Hann virðist á móti öllum lagabreytingum sem stangast á við „Heilaga ritningu“, en slík lög eru víst „fráhvarf frá skíru og kláru boði Heilagrar ritningar og í andstöðu við siðfræði kristinnar kirkju í heild sinni.“ Svo óttast þessi sami maður að tekin verði um sharia lög á Íslandi. Kannski ekki skrítið því ef hann fengi að ráða væru lög á Íslandi líklegast alfarið byggð á „Heilagri ritningu“.

Ríma þessi áhugamál Gústafs vel við kosningabaráttu Framsóknar fyrir síðustu kosningar þar sem meðal annars var alið upp á ótta gagnvart múslimum. Kosningabaráttu sem margir fulltrúar flokksins hafa afneitað og sagt vera byggða misskilningi.

Annars bíð ég spenntur eftir því að nýr varamaður í Mannréttindaráði Reykjavíkur kalli mig aftur „vænisjúkan“ og „huglausan aumingja“.

*Titill greinarinnar vísar í það að Gústaf kallar gagnrýnendur sína oft „Hýenur andskotans“.

Sjá nánar nánar:

Deildu