Ráðherrar sem hunsa gagnreynda þekkingu

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

26/08/2013

26. 8. 2013

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var spurður á Bylgjunni í dag um álit sitt á umfjöllun síðustu daga um heimalærdóm (þar á meðal um grein mína: Heimalærdómur barna er gagnslaus og jafnvel skaðlegur). Ég hjó eftir því að Illugi, æðsti maður menntamála á Íslandi, vísaði bara í eigin hugarheim og gildi (hann „heldur“ og getur ekki „ímyndað“ […]

Alþingi 1Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var spurður á Bylgjunni í dag um álit sitt á umfjöllun síðustu daga um heimalærdóm (þar á meðal um grein mína: Heimalærdómur barna er gagnslaus og jafnvel skaðlegur). Ég hjó eftir því að Illugi, æðsti maður menntamála á Íslandi, vísaði bara í eigin hugarheim og gildi (hann „heldur“ og getur ekki „ímyndað“ sér annað en að heimalærdómur sé gagnlegur) en fjallaði ekkert um þær rannsóknir sem benda til þess að heimalærdómur skili litlum árangri. Engin efnisleg afstaða var tekin til greinarinnar.

Illugi sagðist vera gamaldags“ og styðja þar með heimalærdóm. Svo hafi hann sjálfur líka haft gott að því að læra heima.

Ég hefði haldið að ráðherrar ættu að reyna að byggja afstöðu sína á gagnreyndri þekkingu.

Svör Illuga minntu mig töluvert á það þegar ég spurði Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra,  í útvarpsviðtali fyrir löngu af hverju hann hefði stutt hertar refsingar við fíkniefnabrotum. Sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir bentu ekki til þess að hertar refsingar fækkuðu glæpum í þeim málaflokki. Svar Björns var á þá leið að hann hefði ekki kynnt sér þær rannsóknir eða rætt við afbrotafræðinga um málið. Hann vissi þó sitthvað um erfðasyndina.

Lágmark er að ráðherrar viti eitthvað um sinn málaflokk eða reyni í það minnsta að verða sér út um gagnreynda þekkingu í stað þess að blaðra bara eitthvað út í loftið. 

Glórulaus umræða sem þessi sýnir ágætlega hvers vegna það er mikilvægt að fagmenn stjórni ráðuneytum en ekki stjórnmálamenn sem telja sig eiga rétt á embættum.

Nánar:

Deildu