Nú er verið að skora á einstaklinga sem þurfa ekki á neinni „skuldaleiðréttingu“ að halda en fá hana samt til að „gefa“ Landspítalanum leiðréttinguna. Vissulega falleg hugsun en er því miður ekkert annað en brjáluð meðvirkni með kerfinu (rétt eins og hugmyndin um Læknavísindakirkjuna forðum).
Hvað næst? Á að biðja fólk að safna saman peningum sem það fær úr öllum skattalækkunum sem það „þarf ekki á að halda“ og gefa spítalanum?
Eigum við svo góðfúslega að biðja stórútgerðirnar um að „gefa“ velferðarkefinu meiri pening af því þær borga svo lág auðlindagjöld?
Svo sendum við kannski næst bréf á auðmenn og segjum: „Viljið þið pretty please gefa okkur nokkra brauðmola svo við getum haldið úti lágmarks velferðarþjónustu?“
Þá geta allir sem eiga nóg af peningum gefið, jafnvel auglýst það svolítið, og fengið klapp á bakið og hrós fyrir hvað þeir séu nú frábærir.
Nei! Stjórnmálamenn eiga bara að hundskast til að gera hluti rétt. Af réttlæti, virðingu, samábyrgð og samhygð með öðru fólki.
Það er nóg til af peningum í þessu landi. Stjórnmálamenn þurfa bara að ákveða hvernig á að sækja þá og í hvað peningarnir eiga að fara.
Ég er kominn með meira en nóg af meðvirkni með ríkisstjórn ríka fólksins!
Sjá nánar: