Ég er reiður!

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

12/11/2014

12. 11. 2014

Stjórnmálamenn keppast við að segja að „leiðréttingin“ stóra sé leið yfirvalda til að bæta fólki skaðann af hruninu. Þeir tala allir um „sanngirni“ og „forsendubrest“. Ég verð agalega reiður þegar ég heyri þetta. Fátækt fólk sem á ekki og mun líklegast aldrei geta eignast húsnæði fær ekki neitt. Þetta fólk hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun. Heilbrigðiskostnaður […]

Stjórnmálamenn keppast við að segja að „leiðréttingin“ stóra sé leið yfirvalda til að bæta fólki skaðann af hruninu. Þeir tala allir um „sanngirni“ og „forsendubrest“. Ég verð agalega reiður þegar ég heyri þetta.

Fátækt fólk sem á ekki og mun líklegast aldrei geta eignast húsnæði fær ekki neitt. Þetta fólk hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun. Heilbrigðiskostnaður hefur hækkað, matarskattur hefur hækkað, krónan féll, sumir misstu vinnu, aðrir yfirvinnu. Aðrir misstu heilsuna út af álagi. Námslán hafa hækkað og svona má lengi telja.

Sömu stjórnmálamenn og tala um sanngirni tala ekkert um lágtekjufólk, eða bara venjulegt fólk á leigumarkaði, öryrkja og aðra þá sem treysta mest á heilbrigðisþjónustuna og velferðarkerfið. Nei þetta fólk má éta það sem úti frýs. Það fær enga aðstoð en þarf að taka öllum verstu afleiðingum hrunsins. Það á nefnilega að spara þjóðina úr hörmungunum. Það á að skera niður.

Það á ekki að bæta heilbrigðiskerfið, það er of dýrt. Það á ekki að efla menntakerfið, við erum að spara. Það á að draga úr almannaþjónustu því hér varð HRUN!

…en auðvitað höfum við sem samfélag efni á að „leiðrétta“ húsnæðisskuldir allra fyrir tugi milljarða, óháð stöðu skuldara að öðru leyti.

Er enginn annar en ég reiður?

Sjá nánar:

Deildu