Brauðamolakenningin er beinlínis hættuleg (Harmageddon)

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

12/12/2014

12. 12. 2014

Misskipting hefur aukist mikið undanfarin þrjátíu ár í löndum OECD. Ójöfnuður í heiminum öllum er fáránlega mikill. Það er átakanleg staðreynd að nokkrir tugir ofurríkra einstaklinga eiga álíka mikinn auð og fátækasti helmingur alls mannskyns. Þessi misskipting felur í sér mikla sóun og óþarfa eymd. Fjöllum um ójöfnuð og hvað er hægt að gera til að draga úr honum. Það reyni ég að gera í þessu stutta viðtali.

Í gær mætti ég í Harmageddon og fjallaði um ójöfnuð og brauðmolakenninguna sem ég staðhæfi að sé stórhættulegt rugl:

Misskipting hefur aukist mikið undanfarin þrjátíu ár í löndum OECD. Ójöfnuður í heiminum öllum er fáránlega mikill. Það er átakanleg staðreynd að nokkrir tugir ofurríkra einstaklinga eiga álíka mikinn auð og fátækasti helmingur alls mannskyns. Þessi misskipting felur í sér mikla sóun og óþarfa eymd.

Almenningur og margir þjóðarleiðtogar eru smá saman að átta sig á því að vaxandi misskipting er eitt alvarlegasta vandamál samtímans. Ójöfnuður dregur úr lífsgæðum, hamingju og dregur meira segja úr hagvexti.

Fjöllum um ójöfnuð og hvað er hægt að gera til að draga úr honum. Það reyni ég að gera í þessu stutta viðtali.

Deildu