Klárum viðræður í nafni geðheilsu þjóðarinnar – Umsögn mín um þingsályktunartillögu um slit á aðildarviðræðum við ESB
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 08. 04. 2014
Sent á Utanríkismálanefnd Alþingis Reykjavík, 8. apríl 2014 Efni: Umsögn um þingsályktunartillögu um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, þingskjal 635, 340. mál. Kæru þingmenn sem...
Leyfið mér að kjósa. Plís!
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 07. 04. 2014
Nú fer fram kynning á skýrslu Alþjóðamálastofnunar um Ísland og ESB. Ef marka má fréttir af kynningunni virðist niðurstaða þessarar skýrslu ganga þvert á næstum allt það sem hörðustu ESB andstæðingar hafa haldið fram. Hverjum á ég að trúa? Svarið er auðvitað engum. Þó...
Bjarni Ben kann að hafa rétt fyrir sér
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 05. 04. 2014
Fjármálaráðherra fullyrti í ræðu á flokkráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag að það væri krónunni að þakka að minna atvinnuleysi væri á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Ótrúlegt en satt þá er þetta ekki alrangt hjá manninum. Það er í það minnsta ekki galin hugmynd...
Hið stóra efnahagslega plan: Hugsum jákvætt
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 04. 04. 2014
Samkvæmt forsætisráðherra felst „hið stóra efnahagslega plan“ í því að „trúa á Ísland“ og ekki síður í því að „trúa á okkur sjálf og þau tækifæri sem okkur bjóðast“. Líklegast hefur Sigmundur Davíð lesið ritrýnda vísindaritið „The Secret“ (Leyndarmálið) sem gengur út...
Lygin, lánin og launin
by Viktor Orri Valgarðsson | 02. 04. 2014
Svo virðist sem listinn sé langur, yfir hugtökin sem teygja má sundur og saman eftir hentugleika í íslenskum stjórnmálum nútildags. Nú hef ég t.d. lengi skilið það sem svo að lygi sé það, þegar einhver fer vísvitandi með rangt mál. Þetta hefði ég haldið að væri...
Ríkið í ríkinu – Þjóðkirkjan
by Svanur Sigurbjörnsson | 02. 04. 2014
Nú liggur fyrir til umsagnar tillaga að lagafrumvarpi til breytinga á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum (aukin verkefni kirkjuþings). Eftir lestur tillögunnar og laganna sem á að breyta sýnist mér að þarna sé um...
Hver samþykkti þessa stefnu?
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 28. 03. 2014
„Lækkum skatta en rukkum sjúklinga. Spörum útgjöld til vegagerðar og látum vegfarendur greiða tolla og önnur gjöld. Hlífum ferðaþjónustunni við hækkun á gistináttagjaldi og rukkum Íslendinga fyrir þann munað að skoða eigið land. Spörum í skólakerfinu en hækkum...
Hefur ein og hálf milljón áhrif á eftirspurn?
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 27. 03. 2014
Nú getur almenningur fengið 500 þúsund króna afsláttarmiða frá sjálfum sér á ári, í þrjú ár, til að kaupa húsnæði. Hefur sá afsláttur ekki áhrif á eftirspurn? Sérstaklega ef mjög margir ætla að nýta sér sína eigin gjafmildi á stuttum tíma? Ef sú er raunin hefur þessi...