Greinar

Tannburstar, hjálmar og markaðsvæðing skólanna

Tannburstar, hjálmar og markaðsvæðing skólanna

Augljóslega er ekki hægt að stroka út öll vörumerki af vörum og enginn að biðja um það. Markmiðið með reglunum er greinilega það að reyna að koma í veg fyrir að grunn- og leikskólar breytist í markaðstorg þar sem hagsmunaaðilar og fyrirtæki hafa greiðan aðgang að börnum með óþarfa áróðri eða auglýsingum.

Ég minni á að ef fyrirtæki eiga nóg af peningum til að „gefa“ skólabörnum mikilvægar gjafir þá hafa sömu fyrirtæki líka efni á því að greiða örlítið hærri skatt svo við getum fjármagnað opinbera skóla betur. Mikilvæg starfsemi opinbera stofnanna á almennt að vera fjármögnuð með almannafé en ekki með gjöfum frá einkafyrirtækjum sem fela í sér auglýsingar og hagsmunaárekstra.

Mannréttindafulltrúi andskotans*

Mannréttindafulltrúi andskotans*

Í öllum tilfellum réttlætir Gústaf afstöðu sína með því að Ísland sé „kristin þjóð“ og sé síðasta „kristna vígið“ í Evrópu. Hann virðist á móti öllum lagabreytingum sem stangast á við „Heilaga ritningu“, en slík lög eru víst „fráhvarf frá skíru og kláru boði Heilagrar ritningar og í andstöðu við siðfræði kristinnar kirkju í heild sinni.“ Svo óttast þessi sami maður að tekin verði um sharia lög á Íslandi. Kannski ekki skrítið því ef hann fengi að ráða væru lög á Íslandi líklegast alfarið byggð á „Heilagri ritningu“.

Skólinn og jólin (sjö punktar)

Skólinn og jólin (sjö punktar)

Sjö athugasemdir vegna umræðunnar um afskipti opinberra skóla af trúarlífi almennings:

1) Ísland er ekki kristin þjóð og þjóðkirkjan er ekki fyrir alla
2) Kirkjuferðir ekki gömul hefð og hefðir réttlæta ekki óréttlæti
3) Mannréttindi ≠ meirihlutavald
4) Það eru ekki mannréttindi að fá að fara í kirkju á vegum opinberra skóla
5) Kirkjuferðir geta víst verið skaðlegar
6) Boðskapur kirkjunnar ≠ hlutlæg fræðsla
7) Jólin ekki kristin hátíð

Íslamófóbía, rétthugsun og köngulær

Íslamófóbía, rétthugsun og köngulær

Munið þið eftir köngulóarmyndinni Arachnophobia? Hún fjallaði um baneitraðar köngulær sem drápu fólk í hrönnum og drukku úr því blóð. Þær laumuðust t.d. ofan í inniskó og bitu fólk í tærnar þegar það reis upp úr rúminu og potaði fótunum ofan í hlýju skóna á gólfinu....

Siðmennt handbendi íslam?

Siðmennt handbendi íslam?

Það er mikið skrafað þessa stundina um að Siðmennt hafi á nýafstöðu málþingi félagsins, um hvort óttast eigi íslam, sýnt of mikla linkind gagnvart múslímum. Því hefur verið haldið fram í framhaldi, að Siðmennt halli sér að íslam og jafnvel sjaría lögum. Að félagið sé...

Ofstækið afhjúpað

Ofstækið afhjúpað

Í íslenskum veruleika er ýmislegt að óttast. Það sem við þurfum að óttast hvað mest þessa stundina er uppgangur fasískra öfgaafla sama í hvaða hópum þau öfl leynast. Ég tel það í raun hættulegt hversu algengt það er að fólk með öfgahægri skoðanir tjáir sig mikið af lítisvirðingu og hatri um aðra þjófélagshópa. Sumum finnst meira að segja í lagi að leggja til að ákveðin trúarbrögð verði bönnuð og það í nafni frelsisins.

Ég er reiður!

Ég er reiður!

Stjórnmálamenn keppast við að segja að „leiðréttingin“ stóra sé leið yfirvalda til að bæta fólki skaðann af hruninu. Þeir tala allir um „sanngirni“ og „forsendubrest“. Ég verð agalega reiður þegar ég heyri þetta. Fátækt fólk sem á ekki og mun líklegast aldrei geta...

Framsókn með stétt

Framsókn með stétt

Það verður að segjast að dagurinn í dag gerði að öllum líkindum mikið fyrir Framsóknarflokkinn og fylgi hans. Fullt af fólki fékk fullt af peningum í þeirra boði - nánar tiltekið deildu ca. 28% þjóðarinnar um 100 milljörðum króna (80 milljarða framlagi og 20 milljarða...