Brynjólfur Þór Guðmundsson

Hefur Þingvallanefnd brugðist?

Íslenska þjóðarhjartað virðist hafa misst úr nokkur slög þegar það spurðist út í síðustu viku að eigandi Hótel Valhallar hefur í huga að selja eign sína erlendum aðila, hvort sem er til hótelreksturs eða sem sumarbústaðar. Meðlimir Þingvallanefndar hafa lýst yfir andstöðu sinni og ýmsir aðilar risið upp og kvartað undan þjóðvillu. Eftir standa þó […]

Alls konar nöldur

Ég ætlaði að skrifa lærða grein um sögufölsun í kvikmyndum og almennri söguskoðun en komst að því þegar ég settist við skriftir að ég hafði ekki þolinmæði til þess. Þess vegna vona ég að lesendur mínir fyrirgefi mér þó ég nöldri yfir hinu og þessu þó svo það verði lítið samhengi í skrifunum.

Ofurstinn allur

Eftirminnilegasta mynd sem ég hef séð er Bridge on the River Kwai. Sérstaklega fyrir túlkun Alec Guinness á Nicholson ofursta. Myndina sá ég fyrst sem smá polli, ef til vill sjö, átta ára. Alla tíð síðan man ég eftir Guinness fara fyrir sínum mönnum blístrandi inn í fangabúðirnar, rísa upp úr pyntingarklefa sínum, fölur og […]

Íslenskir nasistar, enn og aftur

Það er oft haft á orði að opin og fordómalaus umræða sé besta leiðin til að komast að skynsamlegri niðurstöðu í hinum ýmsu málum og móta heillavænlega stefnu. Sú umræða um innflytjendamál sem fram fer á ýmsum spjallrásum er þó líklegri til að vekja óhug fólks en að...

Borgarstjórn á mála hjá klámkóngum?

Ég veit, ég veit. Þetta hljómar afskaplega popúlískt, svona þegar maður hugsar út í það ekki ósvipað málflutningi margra stjórnmálamanna þegar kemur að hinni hrikalegu klámvæðingu íslensks þjóðfélags. Þó held ég að Helgi Hjörvar hafi náð að toppa þá vitleysu alla þegar hann lét úr úr sér að til greina kæmi að koma á kvótakerfi […]

Ekki benda á mig

Stjórnmálamenn eru, eins og svo margt annað fólk, þeirrar náttúru gerðir að neita að játa ábyrgð sína á því sem illa fer – en um leið afskaplega fljótir að eigna sér heiðurinn af því sem vel heppnast hvort sem þeir eiga þar einhvern heiður skilinn eður ei. Um þetta eru landbúnaðarmál gott dæmi.

Afvegaleiddir menn

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er með eindæmum hugmyndaríkur og skemmtilegur stjórnmálamaður. Um það er nýjasta hugmynd hans gott dæmi. Hann leggur til að virðisaukaskattur verði ekki lengur lagður á matvæli og framfærslukostnaður heimilanna þannig lækkaður. En auðvitað dettur honum ekki í hug að markaðsvæða landbúnaðarkerfið sem þó myndi skila mun meiri árangri.

Framsókn og Evrópusambandið

Fyrir gamlan krata er ánægjulegt að sjá hvernig Framsóknarmenn hafa tekið Evrópumálin upp á arma sína. Formaður flokksins hefur lengi verið sá stjórnmálamaður sem hefur helst haldið málinu á floti og ungir Framsóknarmenn virðast sífellt vera að sækja í sig veðrið.

Hér og þar

Brynjólfur Þór er ekki alls kostar sáttur við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um niðurskurð í þorskafla og hefur nokkrar efasemdir um þá venju sem hefur komist á um hvaða nám stjórnvöld fjármagna og hvað þau fjármagna ekki.

Mikið fjas um lítið mál

Stundum virðist manni sem fjölmiðlar geri mikið úr ýmsum málum og á öðrum að þeir líti ekki nægilega vel undir yfirborð þeirra mála sem þeir eru að fjalla um. Gott dæmi um þetta er umræðan sem verið hefur um ræðu sjávarútvegsráðherra á sjómannadaginn.