Brynjólfur Þór Guðmundsson

Hverjir sólunduðu?

Þrátt fyrir að kristnihátíð sé afstaðin eru menn enn reiðubúnir að ræða um hana. Björn Erlingsson heitir maður sem skrifar í laugardagsblað Morgunblaðsins og finnur að því hvernig um hana hefur verið fjallað í fjölmiðlum. Honum þykir kyndugt að meira hafi verið fjallað um kostnað við hana heldur en innihald hennar og segir að þeir […]

Virkur líknardauði

Holland varð í gær fyrsta ríki heims til að samþykkja lög sem heimila læknum að binda endi á líf sárþjáðra sjúklinga. Þetta kemur í kjölfar talsverðrar umræðu þar í landi og eins þess að litið hefur verið framhjá virkum líknardauða eða líknardrápi um margra ára skeið.

Lögverndað rán

Þó svo samsæri nokkurra grænmetisseljenda gegn neytendum sé skilgetið afkvæmi gjörspillts landbúnaðarkerfis eru enn margir sem virðast reiðubúnir að verja kerfið. Þrátt fyrir að það hafi um áratugaskeið skert lífskjör almennings með því að leggja á hann óþarfa álögur...

Þegar viðskiptavinirnir eru rændir

Þó aðstandendur Skoðunar séu með eindæmum sveitafælnir menn hafa þeir gaman af að ræða um eitt og annað sem sveitum tengist. Sérstaklega ef það blandast saman við neytendamál. Nýjasta málið úr þessum ranni er auðvitað úrskurður Samkeppnisráðs um að Fengur, Sölufélag...

Jafnrétti?

Ég verð að viðurkenna að ég er fyrir löngu orðinn þreyttur á mörgum þáttum jafnréttisumræðunnar. Það er einfaldlega vegna þess að umræðan um jafnréttismál, rétt eins og felst ef ekki öll önnur mál, hefur hlaðið utan á sig og er nú orðin þannig að of margt er sagt, of fátt meint og alltof mikið af […]

Hversu ódýrt getur það verið að múta Íslendingum?

Það er merkilegt hversu auðvelt og ódýrt er að múta Íslendingum. Fyrir rétt rúmri viku fékk ég ekki betur séð en að þúsundir Íslendinga væru brjálaðir yfir ranglátri gjaldtöku á geisladiskum og tölvubúnaði. Svo var gjaldið lækkað um helming og öllum virðist vera sama. Helst mætti halda að með þessu álíti einhverjir að þeir spari […]

Gaul og öfugsnúin sönnunarbyrði

Einhverra hluta vegna var ég búinn að telja mér trú um að sá tími væri liðinn þegar listamenn næðu að fanga athygli almennings þannig að aðrir menn og önnur málefni féllu algjörlega í skuggann. Svo kemur baráttan fyrir tjáningarfrelsinu í júróvisjón og gjöldin á geisladiskana og ljóst er að enn búa þeir, margir hverjir, yfir […]

Náðanir og dauðadómar

Mér varð litið á Meet the Press á NBC í gær. Þar voru menn enn að rífast um það hvort útsölunáðanir Bills Clintons þegar hann var að láta af embætti hafi verið gegn ákveðnum greiðum. Svo sem að kjósa konuna hans, leggja fé í kosningasjóði, borga hluta af nýja, fallega bókasafninu hans eða þar fram […]

Borgarfulltrúi ber af sér sakir

Einhverjir virðast hafi lesið grein mína um kúariðu fyrir skemmstu og hafa þeir lýst mismikilli ánægju eða óánægju með skrif mín þar. Einn sem hefur sett út á skrif mín er Hrannar B. Arnarsson borgarfulltrúi sem þykir afskiptum sínum af málinu ekki rétt lýst og hefur farið fram á að við birtum athugasemdir sínar. Það […]

Þessi svokallaða þrískipting

Þrátt fyrir að Íslandi eigi að heita stjórnað í anda þrískipts stjórnvalds hefur ekki farið svo ýkja mikið fyrir því. Ef til vill ekki framan af og sérstaklega ekki í seinni tíð. Þannig hefur framkvæmdavaldið stjórnað löggjafarvaldinu að miklu leiti eins og dæmin sanna. Því er spurning hvort ekki væri rétt að löggjafarvald og framkvæmdavald […]