Hefur Þingvallanefnd brugðist?

Logo

Brynjólfur Þór Guðmundsson

Brynjólfur Þór Guðmundsson sat í ritstjórn Skoðunar frá júlí 1999 til júní 2001.

14/08/2000

14. 8. 2000

Íslenska þjóðarhjartað virðist hafa misst úr nokkur slög þegar það spurðist út í síðustu viku að eigandi Hótel Valhallar hefur í huga að selja eign sína erlendum aðila, hvort sem er til hótelreksturs eða sem sumarbústaðar. Meðlimir Þingvallanefndar hafa lýst yfir andstöðu sinni og ýmsir aðilar risið upp og kvartað undan þjóðvillu. Eftir standa þó […]

Íslenska þjóðarhjartað virðist hafa misst úr nokkur slög þegar það spurðist út í síðustu viku að eigandi Hótel Valhallar hefur í huga að selja eign sína erlendum aðila, hvort sem er til hótelreksturs eða sem sumarbústaðar. Meðlimir Þingvallanefndar hafa lýst yfir andstöðu sinni og ýmsir aðilar risið upp og kvartað undan þjóðvillu. Eftir standa þó tvær spurningar. Önnur er hvort Þingvallanefnd hafi brugðist? Hin hvort allt á Þingvöllum eigi að vera í eigu ríkisins eða með öðrum orðum hvort ríkið eigi að reka hótel?


Reyndar er um margt hjákátlegt að möguleg saga hins eina sanna íslenska Heartbreak Hotel skuli valda svo hörðum viðbrögðum. Sjálft hótelið er illa farið og veit ég til þess að ýmsir þeir sem starfa í ferðamennsku neita að skrá viðskiptavini sína á hótelið. En í ljósi þess að hótelið stendur á Þingvöllum virðast eiga að gilda önnur lögmál um þetta hótel en önnur. Sú staðreynd að á Þingvöllum var Alþingi stofnað, trúfrelsi afnumið, gengist undir vald Noregskonungs, konum drekkt og nokkrar hátíðir haldnar gerir Þingvelli að helgum stað í augum margra Íslendinga. Lætin kringum hugsanlega sölu Hótels Valhallar verða því ef til vill til að varpa skýrara ljósi á átök ýmissa þjóðarbrota og trúarsöfnuða víða um heim sem geta ekki hugsað sér að aðrir en þeir sjálfir fái notið sinna helgu staða. Íslendingar eru reyndar í dag sínu friðsamari en ýmsir aðrir hópar og hyggjast vernda sína helgistaði með lögum og reglu í stað vopnaskaks. En snúum okkur að alvöru málsins.

Á ríkið að reka hótel?
Undir flestum öðrum kringumstæðum tel ég næsta víst að allir, nema ef til vill róttækustu vinstrimönnum sem finnst Vinstrihreyfingin – grænt framboð of hægrisinnuð, myndu svara spurningunni hér að framan neitandi. Á það hefur marg oft verið bent að ríkisvaldið sé ekki ýkja vel til þess fallið að standa í fyrirtækjarekstri. Það getur sinnt mikilvægu hlutverki í því að fjármagna ýmsa þá þjónustu sem sátt er um að ríkisvaldið tryggi þjóðfélagsþegnum sínum en saga opinbers reksturs fyrirtækja í atvinnustarfsemi er ekki ýkja glæst. Um það ber taprekstur og glötuð tækifæri merki.

Spurningin hlýtur því að vera sú hvort allt í ,,helgireit“ Íslendinga eigi að vera í eigu hins opinbera. Eða hvort ríkið eigi að festa kaup á fasteignum á Þingvöllum, hvort sem er til frekari nýtingar eða niðurrifs. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að ríkið, í umboði þjóðarinnar, eigi að vera eigandi alls þess sem er á Þingvöllum og er í þeim hópi að finna hvoru tveggja róttæka vinstrimenn og íhaldssama hægrimenn og væntanlega flest þar á milli. Þó bera afskipti ríkisins af Þingvöllum ekki merki mikils metnaðar. Þar er hvorki að finna sögusafn né aðrar tilraunir til að sýna hversu merkur staður Þingvellir óneitanlega eru. Þar til kom að hinni misheppnuðu Kristnihátíð fyrr í sumar sáu stjórnvöld ekki einu sinni ástæðu til að koma samgöngumálum Þingvalla í þolanlegt horf.

Sjálfur skal ég fúslega viðurkenna að mér finnst það lélegur brandari þegar stjórnmálamenn rísa upp og mótmæla sölunni á þeirri forsendu að allar eignir á Þingvöllum skuli vera í eigu hins opinbera og þar með að ríkið skuli reka Hótel Valhöll. Maður hefði búist við slíkum virðhorfum úr hópi Framsóknarmanna og Vinstri-grænna en vonast eftir öðrum og markaðsvænni viðhorfum frá Sjálfstæðismönnum og Samfylkingarfólki.

Hefur Þingvallanefnd brugðist?
Í allri umræðunni um fyrirhugaða sölu Hótels Valhallar finnst mér lítið hafa farið fyrir umræðu um það hvort Þingvallanefnd hafi brugðist. Fram hefur komið að ríkisvaldið eigi hluta hótelsins sökum fjármagns sem það lagði fram við viðbyggingar fyrir nokkrum áratugum síðan. Hvað hefur Þingvallanefnd eða aðrir ábyrgir aðilar innan stjórnkerfisins gert til að meta þetta til eignarhluta? Enn fremur hefur einn nefndarmaður bent á að þrátt fyrir ákvæði um að greidd skuli jarðarleiga hafi hún sennilega aldrei verið innt af hendi og upphæðin aldrei endurskoðuð. Hvar hefur Þingvað selja samvisku sína fyrir peninga. Slíkir menn eru til lítils nýtir.

Deildu