Að upphefja sig á kostnað annarra

Logo

11/08/2000

Höfundur:

11. 8. 2000

Heimurinn er alltaf að minnka og í samfélagi þjóðanna verður krafan um gagnkvæma virðingu æ kraftmeiri. Innan þessa samfélags þurfa að rúmast ólíkar lífsskoðanir. Það skýtur því skökku við þegar maður eins og forsætisráðherra Íslands gerir opinberlega lítið úr þeim sem ekki deila trúarafstöðu hans. Hafa Íslendingar kannski ekki áhuga á alþjóðlegu samstarfi. Af framförum […]

Heimurinn er alltaf að minnka og í samfélagi þjóðanna verður krafan um gagnkvæma virðingu æ kraftmeiri. Innan þessa samfélags þurfa að rúmast ólíkar lífsskoðanir. Það skýtur því skökku við þegar maður eins og forsætisráðherra Íslands gerir opinberlega lítið úr þeim sem ekki deila trúarafstöðu hans. Hafa Íslendingar kannski ekki áhuga á alþjóðlegu samstarfi.


Af framförum hjá kristnum og öðrum
Í ávarpi sínu á kristnihátíð á Þingvöllum gerir Davíð Oddsson mikið úr þeim kostum sem hann telur að kristnin hafi umfram aðrar lífsskoðanir. Meðal annars segir hann: „Það er engin tilviljun að mestu framfarirnar sl. þúsund ár hafa orðið með kristnum vestrænum þjóðum.” Þessi ummæli hljóta að koma eins og köld vatnsgusa í andlit þeirra þjóða sem minna mega sín á heimsmælikvarða. Hvaða framfarir á Davíð annars við? Ef hann er að tala um framfarir í tækni og vísindum þá er það alls ekki rétt að þær hafi verið mestar í okkar heimshluta síðustu þúsund árin. Réttara væri að láta það duga að tala um síðustu 2-3 aldirnar í því sambandi og auk þess er vert að benda á undantekningar eins og Japani, sem tæplega teljast til kristinna vestrænna þjóða, og að við eigum mörgum gyðingnum margt að þakka í þessum efnum. Sé Davíð að tala um velmegun er það enn síður rétt að hún hafi verið meiri meðal kristinna en annarra síðustu þúsund árin, þótt það sé líklega rétt að kristnar þjóðir hafi þar haft hæsta meðaltalið síðustu öldina eða svo.

Eigi Davíð við mannréttindi hlýtur það að teljast mjög villandi að tala um framfarir yfir þúsund ára tímabil. Þegar litið er yfir sögu þessa tímabils er engan veginn hægt að segja að mannréttindi og kristindómur hafi fylgst að. Tína má til ótal gagndæmi eins og ofsóknir kristinnar kirkju á hendur „trúvillingum,” galdrabrennur, þrælahald kristinna Bandakvarða. Hvaða framfarir á Davíð annars við? Ef hann er að tala um framfarir í tækni og vísindum þá er það alls ekki rétt að þær hafi verið mestar í okkar heimshluta síðustu þúsund árin. Réttara væri að láta það duga að tala um síðustu 2-3 aldirnar í því sambandi og auk þess er vert að benda á undantekningar eins og Japani, sem tæplega teljast til kristinna vestrænna þjóða, og að við eigum mörgum gyðingnum margt að þakka í þessum efnum. Sé Davíð að tala um velmegun er það enn síður rétt að hún hafi verið meiri meðal kristinna en annarra síðustu þúsund árin, þótt það sé líklega rétt að kristnar þjóðir hafi þar haft hæsta meðaltalið síðustu öldina eða svo.

Eigi Davíð við mannréttindi hlýtur það að teljast mjög villandi að tala um framfarir yfir þúsund ára tímabil. Þegar litið er yfir sögu þessa tímabils er engan veginn hægt að segja að mannréttindi og kristindómur hafi fylgst að. Tína má til ótal gagndæmi eins og ofsóknir kristinnar kirkju á hendur „trúvillingum,” galdrabrennur, þrælahald kristinna Bandaríkjamanna sem stóð langt fram á 19. öld og það að áköfustu stuðningsmenn dauðarefsinga í Bandaríkjunum eru gjarnan þeir sömu og þeir sem telja sig kristnari en alla aðra. Einnig má geta þess að þær framfarir á sviði tækni, vísinda, velmegunar og mannréttinda sem orðið hafa á Vesturlöndum undanfarið hafa átt sér stað á sama tíma og sess trúarinnar hefur orðið æ minni í hugum fólks.

Einu alhæfingarnar sem reynandi er að setja fram í þessu sambandi eru að menntun, rannsóknir og tækniframfarir hvíli gjarnan á velmegun (fólk fer ekki að opna rannsóknastofu með dýrum búnaði ef það hefur ekki í sig og á) og að virðing fyrir mannréttindum fari gjarnan vaxandi með aukinni menntun og velmegun en sé í öfugu hlutfalli við bókstafstrú, hvort sem hún er kristin eða eitthvað annað. Hér skal ekki fjölyrt um hugsanlegar orsakir aukinnar velmegunar á Vesturlöndum en óneitanlega kemur nýlendustefnan og öll sú kúgun sem henni fylgdi upp í hugann.

„Hverjir eru bestir?”
Davíð gefur í skyn að kristnir menn séu meiri siðferðisverur en aðrir: „Þeir sjá ekki fyrir sér ímynd hins siðferðilega tóms eða hrúgald ólíkra hugmynda, heldur lögmálsbundinn veruleika.” Allir sem eitthvað hafa kynnt sér heimspeki og menningu mismunandi þjóða og tímabila eiga að sjálfsögðu að vita að ýmsar leiðir hafa verið farnar til að útskýra grundvöll siðferðisins. Þessar leiðir liggja sumar í gegnum trúarbrögð heimsins en aðrar liggja utan þeirra. Sjaldnast fela kenningar af þessu tagi í sér „ímynd hins siðferðilega tóms.” Ég neita að trúa því að forsætisráðherra Íslendinga hafi ekki vitað þetta og lýsi því furðu minni á því að hann skuli þykjast svo fáfróður. Ekki veit ég hvort notkun Davíðs á ákveðnum greini þegar hann talar um að kristnir eigi „trúna, vonina og kærleikann” er merki þess að hann telji hina kristnu eiga einkarétt á þessum hlutum. Við skulum vona að svo sé ekki og að Davíð viti að fólk sem aðhyllist hin ólíkustu trúarbrögð og lífsskoðanir telji sig eiga alveg jafn mikla hlutdeild í þeim og hann.

Á hátíðlegum stundum fara íslenskir embættismenn gjarnan fögrum orðum um kristið siðferði og það viðhorf sem kemur fram hjá forsætisráðherra er því miður ekkert einsdæmi. Ég hef auðvitað ekkert við boðskap um frið og náungakærleika að athuga en tel brýnt að minna á að kristið siðferði hefur enga sérstöðu þegar á heildina er litið. Kristið siðferði er t.d. gjarnan talið kristallast í hinni svokölluðu gullnu reglu: „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.” Þessi regla er engan veginn einstök. Hliðstæðan boðskap má meðal annars finna hjá Konfúsíusi, Ísókratesi, í hindúatrú, taóisma, búddisma og gyðingdómi fyrir tíma Jesú, og seinna hjá múslimum. Okkur má líka öllum vera ljóst, þegar litið er á söguna, að kristnir menn hafa hvorki verið betri né verri en aðrir. Jafnt grimmdarverk sem góðverk hafa verið framin í nafni kristni. Væri ekki nær að draga úr sjálfshólinu og láta verkin tala? Hvernig var það, var ekki eitthvað haft eftir Jesú um hógværð?

Aðskiljum ríki og kirkju
Aldrei fyrr höfum við haft jafn greiðan aðgang að upplýsingum um mismunandi menningu, stefnur og strauma. Aldrei fyrr hafa samskipti við fólk á fjarlægum slóðum verið jafn mikil og hröð og aldrei hefur íslenska þjóðin verið jafn margbreytileg og nú. Fordómar gagnvart fólki með lífsskoðanir ólíkar okkar eigin eru ekki lengur afsakanlegir. Við hljótum öll að vita að okkar eigin lífsskoðun er ekki hin eina mögulega forsenda siðferðis – það blasir við okkur alla daga. Þá ættum við líka öll að skilja að ekki sé réttlætanlegt fyrir ríkisvaldið að hampa einni lífsskoðun umfram aðrar. Nú er mál að íslenskir ráðamenn brjóti odd af oflæti sínu, hristi af sér drunga forneskjunnar og aðskilji ríki og kirkju.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Deildu