Borgarstjórn á mála hjá klámkóngum?

Logo

Brynjólfur Þór Guðmundsson

Brynjólfur Þór Guðmundsson sat í ritstjórn Skoðunar frá júlí 1999 til júní 2001.

17/07/2000

17. 7. 2000

Ég veit, ég veit. Þetta hljómar afskaplega popúlískt, svona þegar maður hugsar út í það ekki ósvipað málflutningi margra stjórnmálamanna þegar kemur að hinni hrikalegu klámvæðingu íslensks þjóðfélags. Þó held ég að Helgi Hjörvar hafi náð að toppa þá vitleysu alla þegar hann lét úr úr sér að til greina kæmi að koma á kvótakerfi […]

Ég veit, ég veit. Þetta hljómar afskaplega popúlískt, svona þegar maður hugsar út í það ekki ósvipað málflutningi margra stjórnmálamanna þegar kemur að hinni hrikalegu klámvæðingu íslensks þjóðfélags. Þó held ég að Helgi Hjörvar hafi náð að toppa þá vitleysu alla þegar hann lét úr úr sér að til greina kæmi að koma á kvótakerfi nektardansstaða í miðbænum.


,,Kvótakerfi klámkónga“
Auðvitað orðaði hinn ágæti forseti borgarstjórnar málið ekki þannig en niðurstaðan var eftir sem áður sú sama. Ekki á að leyfa rekstur fleiri nektardansstaða í miðbænum en frekar að beina þeim í önnur hverfi. Þeir nektardansstaðir sem fyrir eru í miðbænum eiga þó að fá að starfa áfram.

Þetta er auðvitað ekkert annað en kvótakerfi. Þeir staðir sem fyrir eru rjúka upp í verði og eigendur þeirra hagnast á lítt ígrunduðum ákvörðunum stjórnmálamanna. Brandarinn við þetta er auðvitað sá að væntanlega eru flestir í borgarstjórnarmeirihlutanum þeirrar skoðunar að sams konar kvótakerfi í sjávarútvegi sé afskaplega ósanngjarnt. Á það er reyndar að benda að ég er þeim sammála ef svo er. Munurinn ef til vill sá að mér finnst engu betra að koma upp „kvótakerfi klámkónga“ en „kvótakerfi sægreifa“.

Púrítönsk móðursýki
Umræðan um starfsemi nektardansstaða er um margt á villigötum. Í stað þess að spyrja hvort þeir misbjóði siðferðiskennd sumra finnst mér rétt að spyrja hvort stjórnvöld eigi að hafa rétt til að banna þá eða takmarka starfsemi þeirra verulega. Í stað þess að spyrja hvort eigi að flytja þá í úthverfi og iðnaðarhverfi finnst mér rétt að spyrja hvort stjórnmálamenn eigi að hafa eitthvað um það að segja hvar þeir eru starfræktir. Í stað þess að benda á að sumir dansarar komi oftar til landsins en einu sinni á ári finnst mér rétt að velta upp spurningunni hvort við eigum að takmarka atvinnufrelsi einstaklinga á grundvelli þjóðernis og ef svo er hvort ekki sé um nasisma að ræða.

Laizzes Faire
Nú er ekki hægt að segja að ég sé alfarið á móti ríkisafskiptum og er ég reyndar þeirrar skoðunar að ríkisvaldið eigi að tryggja rétt manna og möguleika á mörgum sviðum. Það er ýmislegt sem ríkisvaldið á að skipta sér af. Ég er hins vegar ekki svo viss um að afþreying almenning og siðferðiskennd sé þar á meðal.

Deildu