Hugmyndafræði

Sigrar Sanders í New Hampshire?

Sigrar Sanders í New Hampshire?

Sanders er talinn líklegastur til að sigra í kosningunum í New Hampshire í dag. Samkvæmt meðaltölum síðustu kannana er Sanders spáð mestu fylgi eða 28,7%, Buttigieg 21,3%, Klobuchar 11,7% en Biden og Warren er spáð 11% fylgi. Ef þetta verður niðurstaðan mun það líta mjög vel út fyrir Sanders en að sama skapi mjög illa út fyrir Joe Biden sem hefur frá upphafi verið talinn líklegastur til að verða útnefndur frambjóðandi Demókrata.

Bernie Sanders byltingin

Bernie Sanders byltingin

Það verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður í Iowa í kvöld/nótt og svo í New Hampshire eftir viku. Vonandi verður loksins valinn sannur mannvinur, sem Bernie Sanders vissulega er, til að leiða Demókrataflokkinn til sigurs gegn Donald Trump síðar á árinu. Vonandi…

Það er dýrt að spara í velferðarmálum

Það er dýrt að spara í velferðarmálum

Það kostar að tryggja jöfnuð, tækifæri og samkennd í samfélaginu en það kostar meira að búa í samfélagi ójöfnuðar því aukinn ójöfnuður mun alltaf skapa upplausn í samfélaginu, óhamingju og aukna glæpi. Allir tapa á slíku samfélagi, ríkir sem fátækir.

Ekki í mínu hverfi!

Ekki í mínu hverfi!

-- Auðvitað viljum við að börn með fíknivanda fái aðstoð. Bara ekki í mínu hverfi! -- Að sjálfsögðu á fólk að fá örugga og gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. En ég vil borga lægri skatta! -- Það verður að tryggja að geðfatlaðir hafi öruggt húsaskjól. En ekki í mínu...

Tryggjum öllum öruggt húsnæði og sparnað í leiðinni

Tryggjum öllum öruggt húsnæði og sparnað í leiðinni

Íbúðir skulu leigðar ódýrt, langt undir fáránlega háu markaðsverði, til allra sem upplifa ákveðin skilyrði. Til þeirra sem hafa takmarkaða greiðslugetu, til þeirra sem standast ekki greiðslumat, ungs fólks, nema, öryrkja og annarra sem eiga mjög erfitt með að spara fyrir útborgun í íbúð. Hluti leigunnar er skyldusparnaður sem fólk getur tekið út að leigutíma loknum og nýtt sem útborgun í eigin húsnæði. Þannig gæti fólk verið í öruggu leiguhúsnæði í nokkur ár og sparað um leið.

Valið er skýrt – Borgarstjórnarkosningar 2018

Valið er skýrt – Borgarstjórnarkosningar 2018

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað í raun efla félagslega þjónustu enda hefur valdafólk þar óbeit á samneyslu. Það vill fyrst og fremst lækka skatta og að hver sjái um sig. Í kosningabaráttu þykjast þeir vera sósíalistar. Þeir segjast ætla að bæta hitt og þetta með sósíalískum aðferðum (með því að nota skattfé) en í reykfylltum bakherbergum ræða þeir lágmarksríkið, fullyrða að skattlagning sé ofbeldi, dásama brauðmolakenninguna og tilbiðja Ayn Rand.

Flöt skattalækkun er ósanngjörn

Flöt skattalækkun er ósanngjörn

Það er einfaldlega léleg nýting á opinberum fjármunum að láta fólk sem á pening fá meiri pening. Heilbrigð skynsemi, mannúð og já líka hagfræðin segir að það sé mun betra að bæta kjör þeirra verst stöddu.