Sigrar Sanders í New Hampshire?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

11/02/2020

11. 2. 2020

Sanders er talinn líklegastur til að sigra í kosningunum í New Hampshire í dag. Samkvæmt meðaltölum síðustu kannana er Sanders spáð mestu fylgi eða 28,7%, Buttigieg 21,3%, Klobuchar 11,7% en Biden og Warren er spáð 11% fylgi. Ef þetta verður niðurstaðan mun það líta mjög vel út fyrir Sanders en að sama skapi mjög illa út fyrir Joe Biden sem hefur frá upphafi verið talinn líklegastur til að verða útnefndur frambjóðandi Demókrata.

Kosning í forvali númer tvö um hver verður útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata fer fram í dag, 11. febrúar, í New Hampshire. Mestar líkur eru taldar á því að Bernie Sanders sigri. Gangi það eftir eru taldar miklar líkur á því að hann verði næsta forsetaefni Demókrata. Sjá nánar: Bernie Sanders byltingin.

Bernie Sanders hlaut flest atkvæði í Iowa fylki eins og spáð var en Pete Buttigieg kom á óvart og lenti í öðru sæti. Biden, sem hingað til hefur þótt sigurstranglegastur í forvalinu, lenti í fjórða sæti. Vegna mikils klúðurs við talningu atkvæða er lokaniðurstaðan ekki ljós og búið að óska eftir endurtalningu að hluta.

Þó að Sanders hafi fengið (samkvæmt birtum tölum) um 2500 fleiri atkvæði en Buttigieg þá fékk sá síðarnefndi líklega fleiri fylkiskjörmenn. Er þetta vegna umdeildra aðferða við að reikna út kjörmenn. Ef þessar tölur verða staðfestar sem lokatölur er ljóst að Sanders fékk fleiri atkvæði á meðan Buttigieg getur einnig hrósað sigri.

Niðurstaðan í Iowa (kann að breytast við endurtalningu):

Frambjóðandi Fjöldi atkvæða Fylkiskjörmenn (%)
Bernie Sanders 45.84226,1%
Pete Buttigieg 43.27426,2%
Elizabeth Warren 34.93418,0%
Joe Biden 23.63015,8%
Amy Klobuchar 21.12112.3%

New Hampshire – Sanders sigurstranglegur

Sanders er talinn líklegastur til að sigra í kosningunum í New Hampshire í dag. Samkvæmt meðaltölum síðustu kannana er Sanders spáð mestu fylgi eða 28,7%, Buttigieg 21,3%, Klobuchar 11,7% en Biden og Warren er spáð 11% fylgi.

Ef þetta verður niðurstaðan mun það líta mjög vel út fyrir Sanders en að sama skapi mjög illa út fyrir Joe Biden sem hefur frá upphafi verið talinn líklegastur til að verða útnefndur frambjóðandi Demókrata.

Eftir slæmt gengi Bidens í Iowa hafa líkur hans í veðbönkum hrunið þannig að nú eru aðeins taldar 13% líkur á að hann hljóti útnefninguna á meðan líkur Sanders hafa rokið upp í 41,7%.

Hér fyrir neðan má sjá spár frá því í dag, 11. febrúar 2020:

NEW HAMPSHIRE – kosið í dag, 11. febrúar

Meðaltöl skoðanakannana (% atkvæða) undanfarna daga samkvæmt RealClearPolitics:

Bernie Sanders – 28,7 (+9,0)
Pete Buttigieg – 21,3
Amy Klobuchar – 11,7
Joe Biden – 11,0
Elizabeth Warren – 11,0

Líkur á sigri samkvæmt FiveThirtyEight:

Það eru 66% líkur á að Sanders fái flest atkvæði en 30% líkur á að Buttigieg sigri. Warren (2%), Biden (1%), Klobuchar (0,4%).

CALIFORNIA – kosið 3. mars

Meðaltöl skoðanakannana (% atkvæða) undanfarna daga samkvæmt RealClearPolitics:

Bernie Sanders – 25,8 (+4,8)
Joe Biden – 21,0
Elizabeth Warren – 19,8
Pete Buttigieg – 7,3
Michael Bloomberg – 4,3
Amy Klobuchar – 3,5

Líkur á sigri samkvæmt FiveThirtyEight:

Það eru 65% líkur á að Sanders fái flest atkvæði en 14% líkur á að Biden sigri. Warren (9%), Buttigieg (6%), Bloomberg (5%), Klobuchar (0,1%).

Deildu