Ef Warren dregur sig í hlé og styður Sanders af krafti gæti hún svo gott sem tryggt honum sigurinn og orðið hetja meðal þeirra sem vilja róttækar breytingar. Ef hún aftur á móti dregur lappirnar gæti hún skemmt fyrir Sanders sem stendur henni mun nær í pólitík en Joe Biden. Framsækið vinstrafólk í Bandaríkjunum, og um heim allan, myndi seint fyrirgefa henni það.
Kosningar í BNA 2020
Sigrar Sanders í New Hampshire?
Sanders er talinn líklegastur til að sigra í kosningunum í New Hampshire í dag. Samkvæmt meðaltölum síðustu kannana er Sanders spáð mestu fylgi eða 28,7%, Buttigieg 21,3%, Klobuchar 11,7% en Biden og Warren er spáð 11% fylgi. Ef þetta verður niðurstaðan mun það líta mjög vel út fyrir Sanders en að sama skapi mjög illa út fyrir Joe Biden sem hefur frá upphafi verið talinn líklegastur til að verða útnefndur frambjóðandi Demókrata.
Bernie Sanders byltingin
Það verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður í Iowa í kvöld/nótt og svo í New Hampshire eftir viku. Vonandi verður loksins valinn sannur mannvinur, sem Bernie Sanders vissulega er, til að leiða Demókrataflokkinn til sigurs gegn Donald Trump síðar á árinu. Vonandi…