Flöt skattalækkun er ósanngjörn

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

20/04/2018

20. 4. 2018

Það er einfaldlega léleg nýting á opinberum fjármunum að láta fólk sem á pening fá meiri pening. Heilbrigð skynsemi, mannúð og já líka hagfræðin segir að það sé mun betra að bæta kjör þeirra verst stöddu.

Þegar skattaprósentan lækkar hjá öllum jafnt óháð tekjum er það ekki endilega sanngjarnt. Ekki nema fólk telji sanngjarnt að fólk með mjög háar tekjur fái mun fleiri krónur í budduna við slíka skattalækkun en hinir efnaminni.

Fólk með háar tekjur þarf ekki frekari skattaafslátt. Sérstaklega þegar fólk með lágar tekjur hefur ekki efni á mat eða að fara til læknis, kaupa lyf, mennta sig o.s.frv. Það er einfaldlega léleg nýting á opinberum fjármunum að láta fólk sem á pening fá meiri pening. Heilbrigð skynsemi, mannúð og já líka hagfræðin segir að það sé mun betra að bæta kjör þeirra verst stöddu.

Deildu