Húmanisti mætir á fund hjá Samráðsvettvangi trúfélaga

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

23/04/2018

23. 4. 2018

Í dag mætti ég í fyrsta sinn á fund hjá Samráðsvettvangi trúfélaga en markmið „samráðsvettvangsins er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks með ólík lífsviðhorf og af ólíkum trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi.“ Upplifun mín af þessum fundi var góð.Það er hollt að hlusta og víkka sjóndeildarhringinn.

Í dag mætti ég í fyrsta sinn á fund hjá Samráðsvettvangi trúfélaga en markmið „samráðsvettvangsins er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks með ólík lífsviðhorf og af ólíkum trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi.“ Upplifun mín af þessum fundi var góð.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, er nú aðili að þessum vettvangi þó félagið sé lífsskoðunarfélag um húmanisma og þar með trúleysi. Engu að síður er mikilvægt að öll lífsskoðunarfélög geti átt samtal um ólíkar lífsskoðanir.

Á fundinum voru staddir fulltrúar frá ólíkum trúarhreyfingum. Kristnir, múslimar, búddistar, fulltrúi frá heimsfriðarsambandi fjölskyldna og sameiningar, bahá’ísti og nú einn húmanisti. Nokkrir mættu ekki, þar á meðal fulltrúi Ásatrúar.  Fundurinn einkenndist af vináttu og kærleik og uppbyggilegri umræðu. Það er dýrmætt að fólk með mjög ólíka lífssýn geti komið saman og sannmælst um vinalegt samstarf.

Ég hlakka til að mæta á fleiri fundi því ég vil bæði kynnast öllu þessu fólki og ekki síður lífssýn þeirra.

Það er hollt að hlusta og víkka sjóndeildarhringinn.

Deildu