Spurning um siðferði: Heiðarlegt fólk sættir sig ekki við lygar
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 22. 02. 2014
Aðalatriðið er ekki að stjórnarflokkarnir ætli að slíta viðræðum við ESB. Aðalatriðið er ekki heldur að fólk hafi skiptar skoðanir á ágæti Evrópusambandsins. Aðalatriðið er að til eru stjórnmálamenn sem telja að það sé í góðu lagi og eðlilegt að ljúga að kjósendum...
Lygar stjórnarflokkanna um aðildarviðræður við ESB
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 20. 02. 2014
Fólk kaus ekki Bjarna Ben og Sigmund Davíð af því þeir voru á móti aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fólk kaus þá vegna helstu kosningaloforða þeirra (skattalækkanir, skuldaniðurfelling, afnám verðtryggingar o.s.frv.) og sumir (jafnvel mjög margir) ákváðu að kjósa þessa flokka vegna þess að þeir lofuðu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Það er alveg á hreinu að margir hefðu ekki kosið þessa flokka hefðu flokkarnir lýst því skýrt yfir fyrir kosningar að slíta ætti aðildarviðræðum.
Með því að ljúga að þjóðinni græddu þessir flokkar augljóslega mörg atkvæði. Það er í senn óheiðarlegt og ólíðandi.
Samtökin Regnbogabörn lögð niður
by Matthías Freyr Matthíasson | 19. 02. 2014
Hún sló mig fréttin sem birtust fyrir um það bil tveim vikum síðan um að stofnandi Regnbogabarna, Stefán Karl Stefánsson, hefði tilkynnt að samtökin sem hann stofnaði fyrir 12 árum síðan myndu verða lögð niður og þau gerð upp og öllum styrkjum skilað. Mér brá á...
Opið bréf til stjórnmálamanna um málefni barna
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 14. 02. 2014
Kæru stjórnmálamenn Ég sendi ykkur hér með stutt hvatningarbréf. Ég vil hvetja ykkur til að hugsa um og fjalla meira um málefni barna. Mér finnst þið sem sitjið á þingi eða eruð í sveitarstjórnum fjalla alltof lítið um málefni barna sem eiga erfitt og/eða búa við...
Ó ertu leigjandi? Mér er svoleiðis skítsama!
by Matthías Freyr Matthíasson | 11. 02. 2014
Ég er í fyrsta sinn á leigumarkaði. Ég bý í dag í íbúð sem ég átti en Landsbankinn eða Hömlur 1 sem er dótturfélag Landsbankans tók af mér síðastliðið vor. Ég grét það ekkert rosalega mikið þar sem ég er ekki sá eini sem hef lent í því að missa eignina ,,mína“....
Skólagjöldin og pýramídasvindlið
by Sigurður Hólm Gunnarsson | 11. 02. 2014
Einhvern veginn efast ég stórlega um að fólk í heilbrigðis-, mennta- og félagslega geiranum sé að „græða“ mjög mikið á löngu námi. Þá er nú um að gera að hækka skólagjöldin hressilega.
Fótboltahausarnir á Fréttablaðinu og víðar
by Svanur Sigurbjörnsson | 06. 02. 2014
Mér var brugðið þegar heimsmeistari og íslandsmethafi í 800 m hlaupi kvenna var ekki kosinn íþróttamaður ársins í fyrra og þess í stað fótboltamaður sem er meðal okkar fremstu en á engum alþjóðlegum titli að fagna, né nær að standa út úr í því landi sem hann spilar....
Ég trúi!
by Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir | 06. 02. 2014
„sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá“ 14 ár eru frá því að ég ritaði þessi orð í sálmabókina sem ég fékk í tilefni fermingar minnar. Ég var mjög trúaður unglingur í þrjá mánuði eða allt frá því að tilboð á skartgripum og græjum fyrir fermingabörn...