Spurning um siðferði: Heiðarlegt fólk sættir sig ekki við lygar

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

22/02/2014

22. 2. 2014

Aðalatriðið er ekki að stjórnarflokkarnir ætli að slíta viðræðum við ESB. Aðalatriðið er ekki heldur að fólk hafi skiptar skoðanir á ágæti Evrópusambandsins. Aðalatriðið er að til eru stjórnmálamenn sem telja að það sé í góðu lagi og eðlilegt að ljúga að kjósendum fyrir kosningar. Það er morgunljóst að Bjarni Ben, Sigmundur Davíð og meðreiðarsveinar […]

Ríkisstjórn 2013Aðalatriðið er ekki að stjórnarflokkarnir ætli að slíta viðræðum við ESB. Aðalatriðið er ekki heldur að fólk hafi skiptar skoðanir á ágæti Evrópusambandsins.

Aðalatriðið er að til eru stjórnmálamenn sem telja að það sé í góðu lagi og eðlilegt að ljúga að kjósendum fyrir kosningar. Það er morgunljóst að Bjarni Ben, Sigmundur Davíð og meðreiðarsveinar þeirra annað hvort sjá ekki hvað það er siðlaust og rangt að segja ósatt fyrir kosningar og plata fólk til að kjósa sig, eða þeim er drullusama.

Næstum því verra er að almenningur er orðinn svo dofinn að mörgum finnst það líka í lagi að stjórnmálamenn ljúgi um mikilvæg mál. „Svona er bara pólitík. Við hverju bjuggust þið?“

Það er ekki í lagi að ljúga til að komast til valda. Það er siðlaust. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem eru með einhverja siðferðiskennd ættu að vera bálreiðir og hneykslaðir. Líka þeir sem vilja alls ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Heiðarlegt fólk getur einfaldlega ekki samþykkt svo grófar lygar og blekkingar.

Skrifið undir hér er ef þið viljið EKKI að stjórnvöld slíti aðildarviðræðum að ESB:

Aðrar greinar um ESB:

Deildu