Fyrirgefið þegar ég segi að mér er alveg sama hvaða hugmyndir forsetinn hefur um Evrópusambandið. Mér er líka sama um hugmyndir forsætisráðherrans, þingmanna, Evrópusamtakanna, Heimssýnar og annarra valdastofnanna.
Ég hef ekkert að gera við hugmyndir valdafólks sem segir mér fyrir verkum. Sérstaklega ekki hugmyndir fólks sem telur sig getað spáð fyrir um framtíðina. Horft í kristalskúlu og vitað fyrirfram hvaða samninga við fáum, rétt eins og það sé laustengt við tíma, rúm og sjálfan raunveruleikann. Fólk sem telur að „vilji fólksins“ skipti máli þegar fjallað er um Icesave en engu máli skipta þegar fjallað er um stjórnarskrá, Evrópusambandsaðild eða virkjanaáform er ekki marktækt.
Það er búið að ræða um blessað Evrópusambandið í næstum aldarfjórðung. Eini fastinn í þeirri umræðu er valdafólk sem þykist vita meira en við hin. Fólk sem vill taka ákvörðun fyrir almenning því venjulegu fólki er ekki treystandi. Nema auðvitað það sé gulltryggt fyrirfram að almenningur sé sammála valdaklíkunni. Þá má almenningur kjósa.
Hættum þessari vitleysu og klárum dæmið!
—
Vinsamlegast skrifið undir þessa áskorun:
http://www.petitions24.com/klarum_daemid
Aðrar greinar um ESB: