Ég sætti mig ekki við lygar

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

10/03/2014

10. 3. 2014

Í mínum huga snýst umræðan undanfarna daga ekki um Evrópusambandið, hún snýst ekki um aðildarviðræður, hún snýst ekki um Framsóknarflokkinn og hún snýst ekki um Sjálfstæðisflokkinn. Umræðan snýst ekki um flokka yfirleitt. Umræðan snýst einfaldlega um það hvort við kjósendur séum búnir að sætta okkur við að stjórnmálamenn ljúgi. Við kennum börnum okkar að það […]

EvrópusambandiðÍ mínum huga snýst umræðan undanfarna daga ekki um Evrópusambandið, hún snýst ekki um aðildarviðræður, hún snýst ekki um Framsóknarflokkinn og hún snýst ekki um Sjálfstæðisflokkinn. Umræðan snýst ekki um flokka yfirleitt. Umræðan snýst einfaldlega um það hvort við kjósendur séum búnir að sætta okkur við að stjórnmálamenn ljúgi.

Við kennum börnum okkar að það sé ljótt að segja ósatt. Við vitum flest að það er siðlaust að skrökva til þess eins að græða á lygunum.

Ég sætti mig ekki við grímulausar lygar og ég er viss um að meirihluti samlanda minna sættir sig ekki við þær heldur. Þess vegna skrifa ég undir á thjod.is og mótmæli.

Ef þú sættir þig ekki við lygar bið ég þig, í það minnsta, um að skrifa undir á thjod.is. Ef þú mögulega getur bið ég þig um að mæta á mótmælafundi.

Það mótmælir enginn fyrir þig. 

Aðrar greinar um ESB:

Deildu