Ég trúi!

Logo

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir er fædd 1986 á Akranesi, á þrjá syni, tvo ketti en bara einn mann. Hún starfar sem félagsráðgjafi og hefur áhuga á samskiptum, samfélögum, manneskjum, pólitík og öðrum lífsins gæðum.

06/02/2014

6. 2. 2014

  „sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá“ 14 ár eru frá því að ég ritaði þessi orð í sálmabókina sem ég fékk í tilefni fermingar minnar. Ég var mjög trúaður unglingur í þrjá mánuði eða allt frá því að tilboð á skartgripum og græjum fyrir fermingabörn ómuðu á bylgjum ljósvakans og þar til síðustu […]

 

1899201_10151846241090951_1408643347_n

„sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá“

14 ár eru frá því að ég ritaði þessi orð í sálmabókina sem ég fékk í tilefni fermingar minnar. Ég var mjög trúaður unglingur í þrjá mánuði eða allt frá því að tilboð á skartgripum og græjum fyrir fermingabörn ómuðu á bylgjum ljósvakans og þar til síðustu fermingapeningunum hafði verið eytt í símainneign og nammi. Eftir það steig ég hægt og rólega út úr trúarmóðunni. 303618_10150266307705951_4535253_n

Það var svo sem ekkert sérstakt sem leiddi mig frá guðstrúinni. Ég einfaldlega áttaði mig á því að ég trúði ekki á guð og var komin með nægjanlegt sjálfsöryggi til að synda á móti straumnum, rífa mig úr viðjum vanans. Því  þegar ég fermdist  vildi ég gera það sem þótti vera samfélagslega viðurkennt. Þá hélt ég að til þess að verða fullorðin og til þess að fólki færi að taka mark á skoðunum mínum yrði ég að fara réttu leiðina til fullorðinsára. Svo sem að fermast, já og þannig ganga í fullorðna manna tölu

Það var mér því töluvert áfall þegar sálmabókin góða birtist úr geymslukössunum sem pakkaði hafði verið á síðbúnum unglingsárum. Þá sérstaklega þar sem ég hafði löngum haldið því fram að Gullna reglan hefði verið valin einkunnarorð mín í fermingunni. Mér þótti reglan gylta nefnilega staðfesta þau lífsgildi sem ég hef í dag. Orðin í sálmabókinni staðfesta hins vegar að það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því ég skartaði hvítum kyrtli og ljótri hárgreiðslu.  Því í dag trúi ég fyrst og fremst á fólk og samfélagið. Ég trúi á það góða í fólki, ég trúi því að allir vilji vera góðir og láta gott af sér leiða. Ég trúi því að allir eigi að hafa rétt á sinni skoðun og trú, ég trúi því að bera þurfi virðingu fyrir margbreytileika og lífsgildum einstaklinga. Ég trú því að lífið sé ferli og að fólk læri af mistökum.  

Ég trúi á þig. Hefur þú trú á sjálfa/n þig?

p.s. barnatrú og trú á himnaríki getur samt verið góð leið til að láta börn hætta að gráta þegar hamsturinn þeir deyr.

Deildu