Staða kristinnar trúar í grunnskólum og hinn samkynhneigði Jesús

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

05/02/2014

5. 2. 2014

„Ég vil bara segja við Fjalar og Óskar Bergsson. Þó að ég sé að gagnrýna ykkur svolítið hart hér. Þá vil ég segja við ykkur og aðra sem eru svipaðrar skoðunar. Getum við ekki bara öll verið sammála um það að við erum ólík, við höfum ólíka trú og lífssýn. Og að það besta sem við getum gert fyrir okkur öll er að tryggja það að allir fái að hafa sína skoðun og sína trú og fái að hafa hana í friði í opinberum stofnunum? Berjumst fyrir réttindum allra enn ekki fyrir sérréttindum“

Ég mætti í stutt viðtal í Harmageddon í morgun og fjallaði um skóla og trúboð. Tilefnið er nýleg ummæli tveggja stjórnmálamanna um stöðu „kristinnar trúar í grunnskólum“ og um samkynhneigð.

Hlusta má á viðtalið í heild hér: „Kristinfræði í skólum sem þröngir sérhagsmunir“*

Forsagan
Óskar Bergsson
, borgarstjóraefni Framóknarflokksins , lét hafa eftir sér að það hefði verið  „ósmekklegt“ að núverandi borgarstjóri hafi velt þeirri spurningu upp hvort Jesús hafi hugsanleg verið hommi.

Fjalar Freyr Einarsson, grunnskólakennari og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, sagðist svo í viðtali hafa áhyggjur af því að trúaðir séu komnir í sömu stöðu samkynhneigðir voru í fyrir ekki svo löngu á Íslandi.

Báðir segjast þessir menn vera uggandi yfir stöðu kristinnar trúar á Íslandi meðal annars vegna þess að settar hafa verið reglur um samskipti opinberra skóla og trúfélaga.

Í viðtalinu reyndi ég að útskýra hvers vegna afstaða þessara stjórnmálamanna er beinlínis röng og óviðeigandi:

„Ég vil bara segja við Fjalar og Óskar Bergsson. Þó að ég sé að gagnrýna ykkur svolítið hart hér. Þá vil ég segja við ykkur og aðra sem eru svipaðrar skoðunar. Getum við ekki bara öll verið sammála um það að við erum ólík, við höfum ólíka trú og lífssýn. Og að það besta sem við getum gert fyrir okkur öll er að tryggja það að allir fái að hafa sína skoðun og sína trú og fái að hafa hana í friði í opinberum stofnunum? Berjumst fyrir réttindum allra enn ekki fyrir sérréttindum“

*Fyrirsögnin hjá þeim Frosta og Mána er ekki góð þar sem ég var ekki að ræða um „kristinfræði“ heldur um trúboð og trúariðkun í opinberum skólum. Eins og áður hef ég ekkert á móti faglegri fræðslu um trúarbrögð, þar á meðal um kristna trú.

Tengt:

Deildu