Augljóslega er ekki hægt að stroka út öll vörumerki af vörum og enginn að biðja um það. Markmiðið með reglunum er greinilega það að reyna að koma í veg fyrir að grunn- og leikskólar breytist í markaðstorg þar sem hagsmunaaðilar og fyrirtæki hafa greiðan aðgang að börnum með óþarfa áróðri eða auglýsingum.
Ég minni á að ef fyrirtæki eiga nóg af peningum til að „gefa“ skólabörnum mikilvægar gjafir þá hafa sömu fyrirtæki líka efni á því að greiða örlítið hærri skatt svo við getum fjármagnað opinbera skóla betur. Mikilvæg starfsemi opinbera stofnanna á almennt að vera fjármögnuð með almannafé en ekki með gjöfum frá einkafyrirtækjum sem fela í sér auglýsingar og hagsmunaárekstra.