Málþing um líknardauða (Myndband)

Siðmennt hélt afskaplega áhugavert málþing um líknardauða síðastliðinn fimmtudag. Markmiðið var að fjalla um þetta viðkvæma málefni út frá sjónarhóli heimspekinnar og út frá upplifun aðstandenda. Yfirskrift málþingsins var: „Að deyja með reisn – líknardauði”. Hægt er...

Villandi umfjöllun um hefndarklám

Villandi umfjöllun um hefndarklám

Í gær kom hugtakið „hefndarklám“ upp í útvarpsþættinum Harmageddon. Hefndarklám hefur verið töluvert til umræðu undanfarið, m.a. sem kvenréttindamál, þar sem konur þykja fyrst og fremst verða fyrir því. Rætt hefur verið um hvort eigi að skilgreina það sérstaklega sem...

Má ég fá hjálp við að deyja? Hugleiðingar um líknardauða

Má ég fá hjálp við að deyja? Hugleiðingar um líknardauða

Í stuttu máli er niðurstaða mín sú að lögleiðing líknardráps með skýrum skilyrðum ætti ekki að vera íþyngjandi fyrir aðra og hægt er að haga málum þannig að litlar líkur séu á misnotkun. Skýr lög myndu ekki hafa nein bein áhrif á þá sem eru, af trúarlegum eða siðferðilegum forsendum, á móti líknardauða.

Með því að bjóða upp á líknardauða með skýrum skilyrðum er verið að bjóða upp á mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa af yfirlögðu ráði að deyja með reisn og á eigin forsendum.

Tannburstar, hjálmar og markaðsvæðing skólanna

Tannburstar, hjálmar og markaðsvæðing skólanna

Augljóslega er ekki hægt að stroka út öll vörumerki af vörum og enginn að biðja um það. Markmiðið með reglunum er greinilega það að reyna að koma í veg fyrir að grunn- og leikskólar breytist í markaðstorg þar sem hagsmunaaðilar og fyrirtæki hafa greiðan aðgang að börnum með óþarfa áróðri eða auglýsingum.

Ég minni á að ef fyrirtæki eiga nóg af peningum til að „gefa“ skólabörnum mikilvægar gjafir þá hafa sömu fyrirtæki líka efni á því að greiða örlítið hærri skatt svo við getum fjármagnað opinbera skóla betur. Mikilvæg starfsemi opinbera stofnanna á almennt að vera fjármögnuð með almannafé en ekki með gjöfum frá einkafyrirtækjum sem fela í sér auglýsingar og hagsmunaárekstra.

Mannréttindafulltrúi andskotans*

Mannréttindafulltrúi andskotans*

Í öllum tilfellum réttlætir Gústaf afstöðu sína með því að Ísland sé „kristin þjóð“ og sé síðasta „kristna vígið“ í Evrópu. Hann virðist á móti öllum lagabreytingum sem stangast á við „Heilaga ritningu“, en slík lög eru víst „fráhvarf frá skíru og kláru boði Heilagrar ritningar og í andstöðu við siðfræði kristinnar kirkju í heild sinni.“ Svo óttast þessi sami maður að tekin verði um sharia lög á Íslandi. Kannski ekki skrítið því ef hann fengi að ráða væru lög á Íslandi líklegast alfarið byggð á „Heilagri ritningu“.

Skólinn og jólin (sjö punktar)

Skólinn og jólin (sjö punktar)

Sjö athugasemdir vegna umræðunnar um afskipti opinberra skóla af trúarlífi almennings:

1) Ísland er ekki kristin þjóð og þjóðkirkjan er ekki fyrir alla
2) Kirkjuferðir ekki gömul hefð og hefðir réttlæta ekki óréttlæti
3) Mannréttindi ≠ meirihlutavald
4) Það eru ekki mannréttindi að fá að fara í kirkju á vegum opinberra skóla
5) Kirkjuferðir geta víst verið skaðlegar
6) Boðskapur kirkjunnar ≠ hlutlæg fræðsla
7) Jólin ekki kristin hátíð

Brauðamolakenningin er beinlínis hættuleg (Harmageddon)

Brauðamolakenningin er beinlínis hættuleg (Harmageddon)

Misskipting hefur aukist mikið undanfarin þrjátíu ár í löndum OECD. Ójöfnuður í heiminum öllum er fáránlega mikill. Það er átakanleg staðreynd að nokkrir tugir ofurríkra einstaklinga eiga álíka mikinn auð og fátækasti helmingur alls mannskyns. Þessi misskipting felur í sér mikla sóun og óþarfa eymd. Fjöllum um ójöfnuð og hvað er hægt að gera til að draga úr honum. Það reyni ég að gera í þessu stutta viðtali.