Villandi umfjöllun um hefndarklám

Logo

Kristinn Theodórsson

Kristinn Theodórsson er fæddur árið 1977 í Reykjavík. Hann er verslunarmaður og vel kvæntur þriggja barna faðir. Kristinn er varamaður í stjórn Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á ÍslandiNetfang: kiddithe@skodun.is

30/01/2015

30. 1. 2015

Í gær kom hugtakið „hefndarklám“ upp í útvarpsþættinum Harmageddon. Hefndarklám hefur verið töluvert til umræðu undanfarið, m.a. sem kvenréttindamál, þar sem konur þykja fyrst og fremst verða fyrir því. Rætt hefur verið um hvort eigi að skilgreina það sérstaklega sem refsiverðan glæp. Í þættinum voru Frosti Logason, annar þáttarstjórnenda, og gesturinn, Jakob Bjarnar Grétarsson, að furða […]
8420472952_200ddcf36d_z

Ljósmynd eftir Jeremy Chivers

Í gær kom hugtakið „hefndarklám“ upp í útvarpsþættinum Harmageddon. Hefndarklám hefur verið töluvert til umræðu undanfarið, m.a. sem kvenréttindamál, þar sem konur þykja fyrst og fremst verða fyrir því. Rætt hefur verið um hvort eigi að skilgreina það sérstaklega sem refsiverðan glæp.

Í þættinum voru Frosti Logason, annar þáttarstjórnenda, og gesturinn, Jakob Bjarnar Grétarsson, að furða sig á að þetta þyki snúa sérstaklega að konum. Frosti sagðist auk þess ekki skilja hvernig eigi að stöðva hefndarklám og benti á að samkvæmt hans reynslu af internetinu sé „revenge porn“ fyrst og fremst það þegar stelpur kvikmyndi og birti sínar eigin bólfarir með körlum til að að klekkja á fyrrverandi kærustum sínum.

Þetta er ekki rétt hjá Frosta og það er nauðsynlegt að halda því til haga, til að umræðan um þetta mál sé skynsamleg. Hefndarklám er allsstaðar skilgreint á sama hátt. T.d. svona á Wikipedia á ensku:

„Revenge porn is sexually explicit media that is publicly shared online without the consent of the pictured individual.“

Og svona í greinargerð með frumvarpi til laga hér á landi:

„Hefnd­arklám fel­ur í sér dreif­ingu eða birt­ingu á mynd­um eða mynd­skeiðum án leyf­is þess sem á mynd­efn­inu er og sem er til þess fallið að valda viðkom­andi tjóni eða van­líðan eða er lít­ilsvirðandi fyr­ir hann.“

Gúgli maður þessi orð koma upp greinar, myndbönd og önnur umfjöllun um þessi mál. Nánast undantekningalaust í þessum skilningi; verið er að birta kynferðislegt myndefni af einhverjum gegn vilja þess sem er í mynd.

Það er því engin ástæða til að láta eins og merking hugtaksins sé á reiki. Merkingin er morgunljós og reynsla flestra auk þess sú að í yfirgnæfandi meirihluta tilfella séu fórnarlömbin konur. Enda miklu meiri hefð fyrir því í þjóðfélaginu að kyngera konur en karlmenn og að sama skapi miku meiri hefð fyrir því að fordæma kynhegðun kvenna en karla. Sbr. hið klassíska, að konur sem eiga marga bólfélaga séu druslur, en slíkir karlar séu flagarar sem séu svona góðir í að táldraga konur. Hæfileiki í tilfelli karla, en ósæmileg hegðun í tilfelli kvenna.

Auðvitað eru þó til dæmi um að karlar séu fórnarlömg hefndarkláms og að orðið hefndarklám sé notað um eitthvað annað. En því fer fjarri að svo mikið sé um það að merking hugtaksins sé almennt óljós.

Í viðtalinu féllu líka gagnrýniverð orð um styrkveitingar Mannréttindaráðs Reykjavíkur. En hér verður látið nægja að rýna í villandi umfjöllunina um hefndarklám.

Deildu