Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó

,,Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ var Jón Hreggviðsson látinn spyrja í Íslandsklukkunni þegar hann fór undan því að svara hvort hann hefði framið morð. Ef til vill eiga þessi orð best við þegar rætt er um virkan líknardauða eða líknardráp.

En það gæti verið satt!

Það er alltof lítið gert úr því að rifja upp afrek og ummæli stjórnmálamanna á fyrri tíð. Um það höfum við á Skoðun gerst sekir eins og svo margir aðrir. Því er ekki úr vegi að rifja upp nokkur ummæli hins merka stjórnmálaleiðtoga Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Manns sem sameinaði í senn helstu kosti bóndadurgsins […]

Hroki eða fáfræði?

„Það kom aldrei til álita af okkar hálfu að við borguðum þetta allt. Og mér finnst það vera óeðlileg krafa.“ Þetta er það sem fjármálaráðherra hafði að segja um þá ákvörðun að heimila hækkun útsvars án þess að því yrði mætt að fullu með lækkun tekjuskatts. Skattar á tekjur almennings munu því hækka um allt […]

Kennaraverkföll

Hver hefur svo sem ekki lent í því að verða fyrir kennaraverkfalli í framhaldsskóla? Nokkurnvegin enginn enda eru framhaldsskólakennarar með verkfallsglaðari stéttum. Vissulega má færa rök fyrir því að verkfallsgleði þeirra stafi af því að kaup þeirra og kjör séu að...

Fjölgar dómsmálaráðherra afbrotum?

Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sagði þingheimi í síðustu viku að hún muni innan skamms leggja fram frumvarp um þyngri refsingar við fíkniefnabrotum. Það vekur upp spurningar um hvort hún hafi að einhverju leyti kynnt sér skýrslu um áhrif refsinga sem...

Pissað á staurinn

Flest okkar þekkja til þeirrar venju hundategundarinnar að merkja sér svæði með því að míga á þau. Þetta er hvimleiður andskoti en er óhjákvæmilegur hluti af mótun sjálfsmyndar hundarins og því neyðumst við til að umbera hundahlandsfnyk af hverjum póstkassa, hverju...