Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Góð utanríkisstefna

Stjórnmálasamband Breta og Bandaríkjamanna hefur löngum verið náið og þegar nýir leiðtogar taka við stjórnartaumunum í öðru hvoru landi leggja þeir sig gjarnan fram um að kynnast og jafnvel að taka sér fyrir hendur einhver sameiginleg verkefni. Þetta er nákvæmlega það...

Fiskar án reiðhjóls

Jafnrétti kynjanna er eitt af þessum umræðuefnum sem endalaust koma upp í pólitísku starfi. Það er í sjálfu sér ekki skrýtið enda er fólk ekki á eitt sátt um hvernig skilgreina beri orðið jafnrétti, hvað þá um hvernig best skuli hrinda því í framkvæmd. Forystusveit ungra femínista á Íslandi, málfundarfélagið Bríet, virðist hafa komist að […]

Fýldur á ráðherrastól

Það hefur löngum verið þekkt að vinstrimenn fara feikilega í taugarnar á þeim félögum Birni Bjarnasyni og Davíði Oddssyni enda hafa þeir verið óþreytandi við að smíða samsæriskenningar þar sem helstu forystumönnum þeirra er líkt við fjöldamorðingja og stríðsglæpamenn. Það grunaði þó fæsta að hinn dagfarsprúði samgönguráðherra væri enn einn kaldastríðsmangarinn en á heimasíðu sinni, […]

Í allri sinni smæð

Þar sem ég sat á sameiginlegum fundi Ungra jafnaðarmanna og Ungra framsóknarmanna rann það upp fyrir mér að sameining móðurflokka þessara tveggja hreyfinga væri hin mesta nauðsyn. Saman hefðum við meira fylgi en Vinstrihreyfingin – grænt framboð, þó forskotið væri vissulega naumt.

Þröngur kostur í búi

Eftir langt tímabil óendanlegra valmöguleika er loks farið að þrengja að okkur vesturlandabúum. Sykur er eitur, salmonella í káli, kamfíló í kjúklingi og riða í kjöti. Það eina sem við eigum eftir til að éta er fiskurinn sem syndir í klóakinu sem við dælum í höfin, innan um sokkna kjarnorkukafbáta, uppétinn af hringormi og öðrum […]

Flokkurinn sem reyndi að deyja

Framsóknarflokkurinn hefur verið helsta uppspretta meina samfélagsins frá því að Hriflu-Jónas klauf Alþýðuflokkinn til að stofna hann. Þessi flokkur hefur löngum byggt stöðu sína á þeim misskilningi að hann sé á einhvern hátt félagshyggjuflokkur, einhvers konar óskilgetið afkvæmi jafnaðarmannahreyfingarinnar á landsbyggðinni.

Óvæginn vegatollur

Það er ótrúlegt að allt til þessa dags hafa samgönguráðherrar þjóðarinnar daufheyrst við kröfum um raunverulegar úrbætur á Reykjanesbrautinni. Þess í stað hafa þeir kosið að grafa göng í gegnum fjöll fyrir fámenn bæjarfélög, gjarnan sem einhvers konar fyrirgreiðslu. Ég ætla ekki að halda því fram að slík göng séu ekki mikilvæg fyrir viðkomandi bæjarfélög […]

Margir fyrir einn

Þó Davíð Oddsson hafi setið á stóli forsætisráðherra síðustu tíu ár fer því fjærri að við höfum aðeins haft einn forsætisráðherra allan þennan tíma. Það er nefnilega þannig að Davíð er ekki bara einn heldur margir. Þannig höfum við haft drykkfellda Davíð, skoplega Davíð, landsföðurlega Davíð, pirraða Davíð, hrokafulla Davíð og nú síðast ósýnilega Davíð.

Spámaðurinn

Það er gömul hefð í íslenskum fjölmiðlum að við hver áramót er fengið fólk til þess að spá fyrir um atburði komandi árs. Þar sem þetta er síðasta grein mín fyrir Skoðun á þessu ári ætla ég að rýna fram í tímann og velta fyrir mér hvað sé falið í framtíð íslenskra...

Annállinn

Það er kominn jólabragur á vefmiðlana og lítið sem ekkert spennandi að gerast á síðum þeirra. Frelsið er að velja sér eyðslukló, Maddömunni misheppnast enn að ná sér á flug,og Múrinn er orðinn enn sjálfhverfari, móðgunargjarnari og leiðinlegri en nokkru sinni fyrr. Ég...