Því hefur löngum verið haldið fram að stjórnmálamenn forðist það í lengstu lög að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar. Ég held að það sé afskaplega lítil ástæða til að neita þessari staðhæfingu. Þess vegna er það alltaf skemmtilegt þegar stjórnmálamenn axla ábyrgð og biðjast afsökunar
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Færri afkastaminni þingmenn?
Það hefur verið vinsæl klisja ýmissa hægrimanna að hvetja til þess að þingmönnum verði fækkað og helst valdir til setu þeir þingmenn sem gera sem minnst. Þetta telja sumir talsmenn lítilla ríkisafskipta bestu leiðina til að draga úr útþenslu ríkisvaldsins. En er ekki hætt við að báknið þenjist út þegar enginn er til að hemja […]
Þegar stjórnmálamenn firra sig trausti
Stundum fæ ég það einna helst á tilfinninguna að stjórnmálamenn og ráðamenn leggi sig alla fram um að tapa trausti almennings. Ýmsir atburðir liðinna daga hafa verið þannig og má þar hvoru tveggja nefna daðrið við Li Peng og orustuna um skólanetið. Þó má alltaf hugga sig við að eitt og annað gefur umræðunni lit […]
Óvelkominn gestur?
Í fjölmiðlum í gær er sagt frá því að ráðist hafi verið á Íslending af erlendu bergi brotnu. Árásaraðilarnir voru fjögur ungmenni. Ástæðan ekki flóknari en svo að árásaraðilunum mislíkaði hörundslitur viðkomandi. Ekkert einsdæmi Eftir því sem fjölmiðlar greina frá...
Tilgangslausasta embætti íslenskra stjórnmála?
Meðan ég starfaði enn í pólitík var ég eitt sinn staddur á fundi á Vesturlandi. Vinur minn sem starfaði í Alþýðubandalaginu og nú í Samfylkingunni spurði mig hvaða maður það væri sem hélt afarlanga ræðu sem mínum manni var farið að leiðast að hlusta á. ,,Jóhann Geirdal“, svaraði ég og þótti fullsvarað. ,,Hver er það“, […]
Að borga meira fyrir minna
Í viðtali Morgunblaðsins við forstjóra Baugs í gær kemur fram að kostnaður af innflutningsvernd í landbúnaði kostar neytendur 6,2 milljarða króna árlega. Áður hefur verið bent á að þegar allt er tekið saman, innflutningsvernd og ríkisstyrkir, hljóðar reikningurinn upp á fimmtán milljarða króna árlega. Landbúnaðarstefnan tryggir Íslendingum því tækifæri til að borga meira fyrir minna.
Hér, þar og annars staðar
Ríkið út af samkeppnismörkuðum Það hafa nokkrar skammir dunið yfir mér eftir að ég skrifaði pistil fyrir viku þess efnis að það eigi að selja Ríkisútvarpið og Landssímann. Landssíminn er fyrirtæki á samkeppnismarkaði sem nýtur þess að hafa verið einokunarfyrirtæki. Ef rétt er að staðið varðandi sölu fyrirtækisins og þá lagasetningu sem þarf til að […]
Leiðin til Evrópu
Umræðan um Evrópumál hefur verið með ýmsum hætti frá því menn skoðuð fyrst möguleika þess að Ísland gerðist aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu á sjöunda áratugnum. Þó lengst af hafi verið þagað um þessi mál eru blikur á lofti sem benda til að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu áður en langt um líður.
Langt seilst
Ljósmynd í Lesbók Morgunblaðsins í fyrradag ber vitni um mikla og skondna sögu. Á myndinni sem er frá 1971 blasir Bernhöftstorfan við. Eitt húsið er vel merkt því fyrirtæki sem þar er til húsa, Ferðaskrifstofu ríkisins. Nú er ekki mikið að segja um Ferðaskrifstofu ríkisins, hún heyrir sem betur fer sögunni til, en það er […]
Upphafið að endalokunum?
Það komu aðeins níu þúsund manns á Kristnihátíðina á Þingvöllum ef þeir sem störfuðu eitthvað að henni eru undanskildir. Mikill meirihluti þjóðarinnar telur hana hafa verið alltof dýra. Hvoru tveggja kemur fram í könnunum Gallup. Er furða að margir velti því fyrir sér...