Víða erlendis segja ráðherrar af sér fyrir að ljúga að þinginu. Víða erlendis segja ráðherrar af sér fyrir að þiggja lán af samstarfsmönnum sínum og greina ekki frá þeim. Víða erlendis segja ráðherrar af sér verði þeir fyrir nógu mikilli gagnrýni fyrir að gegna störfum sínum illa. Hérlendis virðast ráðherrar hins vegar geta gert nokkurn […]
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Múrarar og Frelsarar sameinast
Það er merkilegt hvað frelsarar og múrarar heimsins geta sameinast í mörgum málum þrátt fyrir að lýsa hvorum öðrum sem óalandi og óferjandi aðilum sem lítið vit er í. Þannig eru þeir sammála um að Evrópusambandið sé hin versta óheillakráka sem völ er á og ekki er að...
Kúariðufárið kemur til Íslands
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með málflutningi ýmissa stjórnmálamanna sem hafa tjáð sig um innflutning Nóatúns á írskum nautalundum um helgina. Einhverra hluta vegna fannst mér að allir þeir sem ég heyrði í væru helst þeirrar skoðunar að banna ætti alveg innflutning erlendra landbúnaðarafurða.
Þetta sögðu þau þá
Ekki er svo langt síðan þeir sem börðust fyrir því að Ísland yrði aðili að samningnum um evrópska efnahagssvæðið voru úthúðaðir sem föðurlandssvikarar og ljótir hrútar skýrðir eftir þeim. EES-samningnum var fundið allt til foráttu þó svo margir þeir sem þá voru á móti telji hann nú hið besta mál. Það er því ekki úr […]
Lærir fólkið eitthvað af þessu?
Þá er kennaraverkfallinu mikla, 2000 til 2001 lokið. Kennarar og nemendur, í það minnsta einhverjir þeirra, búa sig undir að halda aftur til starfa og væntanlega allt að falla í ljúfa löð. Spurningin er bara hvort menn hafi lært eitthvað af þessu langa verkfalli....
Reynslulausir forsetar og þrælvanir plottarar
Jæja, það hlaut að fara svona að lokum. George W. Bush verður lýstur næsti forseti Bandaríkjanna í dag og er þegar farinn að tilkynna hverjir verða helstu ráðherrar og aðstoðarmenn hans. Nú er hann bara einu hjartaslagi annars manns frá því að verða valdamesti maður...
Valbundið réttlæti
Stríðsglæparéttarhöldin eftir lok síðari heimsstyrjaldar áttu að tákna að menn gætu ekki lengur forðast að axla ábyrgð á þeim glæpum sem þeir drýgðu á stríðstímum. Samt fór svo að drýgstur hluti þeirra sem brutu af sér slapp við að axla ábyrgð á gerðum sínum, ekki...
Að forðast dómarann
Það mátti lesa í Degi um helgina að Ísland var ekki með í TIMSS samanburðarrannsókninni á menntakerfum ýmissa ríkja sem fram fór á síðasta ári. Lesendur muna væntanlega flestir eftir heldur ömurlegri útkomu Íslands úr TIMSS rannsókninni 1995 og því hvarflar að manni...
Lýðveldið Bretland
Þeir á breska dagblaðinu Guardian mega eiga það að þeir standa öðrum framar að ýmsu leyti. Þeir skrifa skemmtilegri og áhugaverðari greinar en önnur bresk blöð sem ég hef lesið og luma oft á betri húmor. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að þeir hafa nú ákveðið að...
Eitthvað að skýrast
Það virðist loksins vera að skýrast með hvaða hætti verður kosið um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Samkvæmt tillögum meirihluta þess hóps sem hefur unnið málið verður boðið upp á fjóra valkosti og hugur annarra landsmanna en Reykvíkinga kannaður með skoðanakönnun. Það...