Utanríkismál

Um efnahagsböðla

Um efnahagsböðla

Nýverið las ég tvær bækur eftir John Perkins um efnahagsböðla (Economic Hit Men). Bækurnar heita „Confessions of an Economic Hit Man“ og „The Secret History of the American Empire: The Truth About Economic Hit Men, Jackals, and How to Change the World“. Báðar þessar...

Aðild að ESB hefur verið til umræðu í 18 ár

Aðild að ESB hefur verið til umræðu í 18 ár

Það var líklegast árið 1990 sem Samband ungra jafnaðarmanna (þá ungliðahreyfing Alþýðuflokksins) hvatti íslensk stjórnvöld fyrst til að sækja um aðild að ESB. Síðan eru liðin 18 ár og ekkert hefur gerst. Stjórnmálamenn hvetja til „umræðu“ um málið sem verður að...

Herinn að fara burt

Herinn að fara burt

Ég get ekki sagt að ég hafi miklar áhyggjur af því að blessaður herinn sé að fara. Ég hef meiri áhyggjur af því að nú detti íslenskum stjórnarherrum í hug að stofna íslenskan her, með þeim kostnaði sem af slíkri vitleysu fylgir. Skoðanir mínar á veru hers á Íslandi er hægt að lesa í greininni […]

Fórnarlömb hinna viljugu

Fórnarlömb hinna viljugu

Ég hvet Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og aðra þá sem bera ábyrgð á því að Íslendingar studdu stríðið í Írak til að kíkja á áður óbirtar myndir af þeim hörmungum sem almenningur í Írak hefur þurft að þola síðan stríðið hófst. Stríð er helvíti og menn ættu aldrei að...

Barnaskapur eða heimsvaldastefna?

Barnaskapur eða heimsvaldastefna?

Það er ótrúlegt að hlusta á viðbrögð stjórnarliða við þeim eðlilegu og sjálfsögðu kröfum um að þeir biðji þjóðina afsökunar fyrir að hafa stutt hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum í Írak. Ekkert bendir til annars en að engin gjöreyðingavopn séu að finna í landinu...

Fórnarlömb hryðjuverka

Fórnarlömb hryðjuverka

Talið er að rétt tæplega tíu þúsund saklausir borgarar hafi dáið í nýjasta stríði Bandaríkjastjórnar í Írak. Eins og menn muna er ein helsta réttlæting George W. Bush og félaga fyrir árásunum á Afganistan og Írak sú að þær séu liðir í baráttunni gegn hryðjuverkum....

Áhugaverð heimildarmyndahátíð

Áhugaverð heimildarmyndahátíð

Félagsskapurinn Gagnauga stendur fyrir afar áhugaverðri heimildarmyndahátíð þessa dagana sem allir ættu að kíkja á. Gagnauga heldur úti vefnum www.gagnauga.net og þar segir að markmið félagsins sé að „koma á framfæri og kynna róttæk og gagnrýnin sjónarmið sem hefðbundnir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um.“ Í myndunum er meðal annars fjallað um utanríkisstefnu Bandaríkjanna og hún […]

Hver er ógnin?

Hver er ógnin?

Hvorki mannlegur né guðlegur* máttur fær mann til að skilja hvers vegna í ósköpunum Íslendingar ættu að hafa, og hvað þá reka, her. Að Íslendingum stafar engin bein ógn, ef við utanskiljum þá ógn sem okkur stafar af heimskulegum hugmyndum. Í raun er aðeins hægt að hugsa sér eina gilda ástæðu fyrir því að óvinveittum […]