Fórnarlömb hryðjuverka

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

26/11/2003

26. 11. 2003

Talið er að rétt tæplega tíu þúsund saklausir borgarar hafi dáið í nýjasta stríði Bandaríkjastjórnar í Írak. Eins og menn muna er ein helsta réttlæting George W. Bush og félaga fyrir árásunum á Afganistan og Írak sú að þær séu liðir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Rétt tæplega þrjú þúsund manns voru myrtir þann ellefta september […]

Talið er að rétt tæplega tíu þúsund saklausir borgarar hafi dáið í nýjasta stríði Bandaríkjastjórnar í Írak. Eins og menn muna er ein helsta réttlæting George W. Bush og félaga fyrir árásunum á Afganistan og Írak sú að þær séu liðir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Rétt tæplega þrjú þúsund manns voru myrtir þann ellefta september 2001 þegar snarbilaðir hryðjuverkamenn réðust á World Trade Center og Pentagon. Stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum í Írak hefur þannig kostað margfalt fleiri saklausa borgara lífið en árásin ellefta september 2001. Glæsileg frammistaða það.

Auðvitað vita það allir, sem á annað borð vilja vita það, að stríðið gegn hryðjuverkum er ekki háð vegna umhyggju stórveldanna fyrir lífum og frelsi saklausra borgara. Stríðin gegn hryðjuverkum eru háð, eins og flest önnur stríð, til að tryggja efnahagslega hagsmuni þeirra sem eru stærri og sterkari. Svo einfalt er það nú. Er því ekki ánægjulegt að við Íslendingar skulum vera í hópi hinna „viljugu þjóða“ sem styður baráttuna gegn almenningi í Írak…, ég meina baráttuna gegn hryðjuverkum?

Deildu