Bókstafstrú er friðarspillir

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

28/11/2003

28. 11. 2003

Ovadia Yossef, rabbín sephardi-gyðinga og trúarlegur leiðtogi Shas flokks bókstarfstrúargyðinga, er ekki feiminn við að fordæma alla þá sem deila ekki sömu trúarskoðunum og hann sjálfur. Í fyrradag lýsti hann því yfir að Ashkenazi-gyðingar, sem koma aðallega frá Mið- og Austur-Evrópu, væru uppspretta alls ills. Yossef hefur áður sagt að allir arabar fari til helvítis. […]

Ovadia Yossef, rabbín sephardi-gyðinga og trúarlegur leiðtogi Shas flokks bókstarfstrúargyðinga, er ekki feiminn við að fordæma alla þá sem deila ekki sömu trúarskoðunum og hann sjálfur. Í fyrradag lýsti hann því yfir að Ashkenazi-gyðingar, sem koma aðallega frá Mið- og Austur-Evrópu, væru uppspretta alls ills. Yossef hefur áður sagt að allir arabar fari til helvítis. Bókstafstrúaðir múslimar eru vitaskuld sömu skoðunar, þ.e. að gyðingar fari allir til helvítis og séu uppspretta alls ills. Er von á að friður komist á fyrir botni Miðjarðarhafs þegar þessi öfgaöfl ráða ríkjum?


Hinn bókstafstrúaði Ovadia Yossef hefur einnig sagt að Palestínumenn séu snákar, lygarar og illmenni. Leiðtogar bókstafstrúaðra múslima halda því hins vegar fram að gyðingar séu á valdi djöfulsins og óvinir Guðs.

Á meðan bókstafstrú heldur áfram að blómstra í Ísrael og Palestínu er engin von til þess að friður komist á. Hvers vegna ætti einhver að semja við sendiboða djöfulsins, lygara og óvini Guðs? Slíkur samningur hlýtur að teljast guðlast í augum hinna bókstafstrúuðu.

Deildu