Tannburstar, hjálmar og markaðsvæðing skólanna

Augljóslega er ekki hægt að stroka út öll vörumerki af vörum og enginn að biðja um það. Markmiðið með reglunum er greinilega það að reyna að koma í veg fyrir að grunn- og leikskólar breytist í markaðstorg þar sem hagsmunaaðilar og fyrirtæki hafa greiðan aðgang að börnum með óþarfa áróðri eða auglýsingum. Ég minni á að ef fyrirtæki eiga nóg af peningum til að „gefa“ skólabörnum mikilvægar gjafir þá hafa sömu fyrirtæki líka efni á því að greiða örlítið hærri skatt svo við getum fjármagnað opinbera skóla betur. Mikilvæg starfsemi opinbera stofnanna á almennt að vera fjármögnuð með almannafé en ekki með gjöfum frá einkafyrirtækjum sem fela í sér auglýsingar og hagsmunaárekstra.

Gömul hugsjón – Menntun með markmið

Stundum, þegar ég hef ekkert að gera, skoða ég gömul skrif sem leynast í tölvunni minni eða á www.skodun.is. Það getur verið áhugaverð reynsla. Svolítið eins og að ferðast aftur í tímann. Sumar skoðanir hafa breyst, aðrar ekki.

Fyrir tilviljun fann ég um 20 blaðsíðna greinargerð sem ég skrifaði fyrir menntanefnd Ungra jafnaðarmanna (þá ungliðahreyfing Alþýðuflokksins) árið 1998. Hef verið 22 ára gamall og uppfullur af hugsjónum og bjartsýni.  Greinargerðin kallast „Menntun með markmið“. Sumt svolítið barnalegt, annað um of háfleygt en margt bara ansi gott. Er nokkuð stoltur af þessum unga dreng sem skrifaði þetta.  Margt af því sem þarna er skrifað stenst tímans tönn og á virkilega vel við enn þann dag í dag.

Kaflinn um grunnskólann er bara ansi góður:

(meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka