Vísindi og kukl

Svanur Sigurbjörnsson, læknir, birti ágætan fyrirlestur sinn um hjávísindi í heilbrigðisþjónustu hér á Skoðun fyrir nokkrum dögum. Eins og alltaf bregðast einhverjir illa við og benda á að læknar og…

Um ristilskolanir og geðsjúka gagnrýnendur

„Þeir sem ástunda náttúrulækningar hafa sérstakt dálæti á að nota stólpípur til að losa eitur úr líkamanum. Svo virðist sem þeir telji að það sé „náttúrlegt“ að smeygja slöngu upp endaþarm og spúla hann með miklu magni af vatni. Um leið telja hinir sömu að það sé eitthvað „ónáttúruleg“ við það að taka inn lyf, sem í mörgum tilfellum eru unnin úr efnum sem finnast í náttúrunni.„

Þetta segir meðal annars í bók Martin GardnerFads & Fallacies in the name of science“ (á íslensku gæti þetta útleggst: „Tískubylgjur og rökvillur í nafni vísindanna“) sem kom út árið 1952, eða fyrir tæpum 60 árum síðan. (meira…)

Detox læknar óttast að vera drepnir af lyfjafyrirtækjum

Jónína Benediktsdóttir hefur loksins gefið trúanlega útskýringu á því hvers vegna ekki hafa verið birtar neinar fræðilegar rannsóknir um gagnsemi detox meðferðar. Ástæðan er ótti detoxlækna við útsendara lyfjafyrirtækja.

„Pólsku læknarnir sem rannsaka detox hafa báðir sagt við mig að þær þori ekki að birta nokkuð um detoxið af ótta við að vera drepnar af lyfjafyrirtækjunum.“ [leturbreytingar SHG] –  Þetta segir Jónína Ben í faglegri umræðu um detox á netinu (en ekki hvar?). (meira…)

Áhugavert spjall um detox

Það er ákveðið detox æði á Íslandi í dag enda hefur sú meðferð fengið gríðarlega mikla umræðu undanfarið. Í nánast öllum tilfellum hefur verið rætt við fólk sem hefur farið í detox og er afskaplega ánægt. Minna hefur verið fjallað gagnrýnið um detox meðferð enda virðast fjölmiðlamenn almennt gera ráð fyrir því að þetta sé allra meina bót. Á vefsíðu detox er enda talað um að ristilskolun geti læknað ólíklegustu kvilla eins og gigt, psoriasis, astma, ofnæmi, há- og lágþrýsting, höfuðverk, nikótín- áfengis- og lyfjaeitrun svo eitthvað sé nefnt.

En eru til einhverjar vísindalegar rannsóknir sem staðfesta gagnsemi þessarar undrameðferðar? Stutta svarið er nei. (meira…)

Ekkert fleira að sjá

Game Over

Loka