The Demon-Haunted World

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

13/10/2008

13. 10. 2008

The Demon-Haunted World – Science as a Candle in the Dark Eftir: Carl Sagan Umfjöllun: Í The Demon-Haunted World fjallar Sagan um gildi gagnrýnnar hugsunar og skaðsemi þess að trúa einhverju í blindni. Sagan hrekur listilega vel hér ýmsar kenningar sem byggja á rökleysu og trú. Þessi bók ætti að vera skyldulesning í skólum. Nokkrar […]

Demon-Haunted_WorldThe Demon-Haunted World – Science as a Candle in the Dark

Eftir: Carl Sagan

Umfjöllun:
Í The Demon-Haunted World fjallar Sagan um gildi gagnrýnnar hugsunar og skaðsemi þess að trúa einhverju í blindni. Sagan hrekur listilega vel hér ýmsar kenningar sem byggja á rökleysu og trú. Þessi bók ætti að vera skyldulesning í skólum.
Nokkrar skemmtilegar (eða öllu heldur skelfilegar) staðreyndir úr The Demon-Haunted World:

  • Í skoðanakönnunum kemur fram að rúmlega helmingur Bandaríkjamanna trúa á tilvist djöfulsins.
  • Aðeins um 9% Bandaríkjamanna viðurkenna þá niðurstöðu vísindamanna að maðurinn og önnur dýr hafi þróast á löngum tíma án afskipta einhverrar yfirnáttúrulegrar veru.
  • 67% fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki að síðasta risaeðlan dó áður en að fyrsti maðurinn varð til.
  • 75% vita ekki að sýklalyf drepa aðeins bakteríur en ekki veirur.
  • 57% vita ekki að rafeindir eru minni en atóm.
  • 42% vita ekki hvar Japan er.
  • 38% hafa ekki hugmynd um hvað átt er við með hugtakinu helförin (holocaust).
  • Helmingur Bandaríkjamanna hefur ekki hugmynd um að Jörðin ferðast í kringum Sólina og að það ferðalag tekur hana eitt ár!.

Gaman væri að vita hvernig Íslendingar myndu svara þessum spurningum.

Það kemur væntanlega ekki á óvart að Carl Sagan hvetur til þess að auknum fjármunum verði varið til menntunar og að aukin áhersla verði lögð á kennslu í vísindum og rökrænni hugsun í skólum.

Deildu