Áhugavert spjall um detox

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

18/09/2009

18. 9. 2009

Það er ákveðið detox æði á Íslandi í dag enda hefur sú meðferð fengið gríðarlega mikla umræðu undanfarið. Í nánast öllum tilfellum hefur verið rætt við fólk sem hefur farið í detox og er afskaplega ánægt. Minna hefur verið fjallað gagnrýnið um detox meðferð enda virðast fjölmiðlamenn almennt gera ráð fyrir því að þetta sé […]

Það er ákveðið detox æði á Íslandi í dag enda hefur sú meðferð fengið gríðarlega mikla umræðu undanfarið. Í nánast öllum tilfellum hefur verið rætt við fólk sem hefur farið í detox og er afskaplega ánægt. Minna hefur verið fjallað gagnrýnið um detox meðferð enda virðast fjölmiðlamenn almennt gera ráð fyrir því að þetta sé allra meina bót. Á vefsíðu detox er enda talað um að ristilskolun geti læknað ólíklegustu kvilla eins og gigt, psoriasis, astma, ofnæmi, há- og lágþrýsting, höfuðverk, nikótín- áfengis- og lyfjaeitrun svo eitthvað sé nefnt.

En eru til einhverjar vísindalegar rannsóknir sem staðfesta gagnsemi þessarar undrameðferðar? Stutta svarið er nei.

Í Vísindaþættinum á Útvarpi Sögu var tekið viðtal við Svan Sigurbjörnsson lækni, félaga minn, þar sem hann fjallar um nauðsyn þess að allar meðferðir gangist undir vísindalegar próanir. Hann bendir réttilega á að fátt bendi til þess að detox skili þeim árangri sem lofað er og því sé vægast sagt vafasamt að auglýsa meðferðina sem töfralausn. Ég hvet alla til að hlusta á þetta fróðlega viðtal.

Sjá nánar:
Viðtal við Svan Sigurbjörnsson, lækni, í Vísindaþættinum
Grein Svans um detox
Vefsíða Vísindaþáttarins
Vefsíða Detox á Íslandi

Deildu