Skipholtsapótek auglýsir nú reglulega að það selji öll hómópatíulyf í sínum verslunum. Það hlýtur að teljast siðlaust þegar apótek ákveða að græða á „meðferð“ sem vitað er að er algerlega gagnslaus. Ég er afskaplega hræddur um að stór hluti viðskiptavina apóteka geri ráð fyrir því að „lyf“ sem seld eru í apótekum hafi raunverulega verkun. Að sama skapi er ég nánast alveg viss um að starfsmenn apótekanna láti viðskiptavini sína ekki vita af því hómópatíulyf séu gagnslaus.
Þegar snákaolía er seld í apótekum er verið að blekkja veikt fólk vísvitandi. Eigendur þessara apóteka ættu því að skammast sín.
Sjá nánar:
Homeopathy: The Ultimate Fake