Blautur hagræðingadraumur frjálshyggjumanna er martröð almennings

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Það virðist hlakka í Vigdísi Hauksdóttur og fleirum í hagræðingahópi ríkisstjórnarinnar. Enda er það blautur draumur frjálshyggju- og íhaldsmanna að skera niður hið ógurlega bákn. Sérstaklega þegar niðurskurðurinn hentar stjórnvöldum. Þar liggur RÚV vel við höggi. Vitanlega má hagræða og draga úr sóun hjá hinu opinbera en það er ekki skynsamlegt á krepputímum að draga úr umsvifum hins opinbera og …

Ríkisrekstur er ekki það sama og heimilisrekstur

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar3 skoðanir

„Staðreyndin er bara sú að við erum ein stór fjölskylda sem eyðir of miklu. Eins og ríkisreikningurinn sýnir þurfum við að gera betur.“ Þetta segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins Að bera ríkisrekstur saman við heimilisrekstur er vægast sagt vafasamt. Það vitlausasta sem hægt er að gera er að draga verulega úr umsvifum hins opinbera á meðan kaupmáttur almennings er …

„Vegferð sem endaði illa og varð þjóðinni dýrkeypt“

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar2 skoðanir

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð, sem kom út í dag, virðist vera áfellisdómur yfir stofnuninni og ekki síst yfir þeim sem stjórnuðu henni og lögðu hinar pólitísku línur. „Mistök“ voru gerð sem kostað hafa þjóðina „milljarða króna og raunar er ekki séð fyrir endann á þeim kostnaði“. Annar kafli skýrslunnar er mjög áhugaverður. Þar kemur skýrt fram að vanda Íbúðarlánasjóðs …

Jöfnuður skiptir meira máli en hagvöxtur (myndband)

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Nánast allt sem skiptir máli og hefur áhrif á hamingju okkar er háð því hvort samfélagið sem við búum í er samfélag jöfnuðar eða misskiptingar. Rannsóknir sýna aftur og aftur að félagslegur og efnahagslegur jöfnuður skiptir öllu máli þegar kemur að lífsgæðum almennings. Má í því samhengi nefna ólíkar breytur eins og lífslíkur, læsi, stærðfræðikunnáttu, tíðni ungbarnadauða, fjölda morða, fjölda …

Flöt niðurfelling skulda er öfugur sósíalismi

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Fyrir kosningar töluðu margir, þar á meðal undirritaður, um að flöt niðurfelling skulda væri lítið annað en auðmannadekur. Margoft var bent að með flatri niðurfellingu skulda væri í raun fyrst og fremst verið að gefa ríkasta fólkinu á Íslandi pening á kostnað allra, þar á meðal þeirra sem minnst eiga. Nú hefur Seðlabankinn bent opinberlega á að flöt niðurfelling sé …

Valtvennuvilla og hótun sjávarútvegsráðherra

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar3 skoðanir

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, var furðu lostinn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld yfir því hversu margir Íslendingar vilja ekki lækka veiðigjaldið. Viðbrögð ráðherrans voru merkileg vegna þess að í þeim fólst tvennt í senn. Hótun og valtvennuvilla (e. false dilemma – klassísk rökvilla sem oft er nýtt í hvers kyns áróðri). Gefum sjávarútvegsráðherra orðið: „„Eins og ég segi, menn verða …

20 þúsund vilja ekki lækka veiðigjöld

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar1 skoðun

Nú þegar undirskriftarsöfnun gegn lækkun veiðigjalda hefur staðið yfir í aðeins tvo sólarhringa hafa 20 þúsund manns þegar skrifað undir (kl. 16:00). Ég er sannfærður um að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Ljóst er að myndast hefur „gjá milli þings og þjóðar“ um mál sem forsteinn sjálfur hefur opinberlega sagt að eðlilegt sé „að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu ef …

Látum í okkur heyra – Veiðigjöld og ESB

Sigurður Hólm GunnarssonGreinar

Stjórnmál eru allt of mikilvæg til að láta stjórnmálamenn eina um þau. Áríðandi er að við látum sem flest í okkur heyra. Við eigum að reyna að hafa áhrif á það sem kjörnir fulltrúar okkar og ráðherrar eru að gera. Ég vil því benda á tvo undirskriftarlista og hvetja alla sem eru sammála til að skrifa undir þá. 1. Óbreytt …