Hagvaxtarklám

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

14/05/2013

14. 5. 2013

Hagvaxtarklám er sú ranghugmynd að hagvöxtur sé helsta  og jafnvel eina forsenda velsældar og hamingju. Búið er að er að setja á laggirnar Samráðsvettvang um aukna hagsæld . En vettvangurinn „telur að hagvöxtur sé grundvöllur góðra lífskjara á Íslands.“ [sic] Á þeim vettvangi er því haldið fram að hagvöxtur sé nauðsynlegur til að tryggja öflugt velferðarkerfi, […]

súluritHagvaxtarklám er sú ranghugmynd að hagvöxtur sé helsta  og jafnvel eina forsenda velsældar og hamingju.

Búið er að er að setja á laggirnar Samráðsvettvang um aukna hagsæld . En vettvangurinn „telur að hagvöxtur sé grundvöllur góðra lífskjara á Íslands.“ [sic] Á þeim vettvangi er því haldið fram að hagvöxtur sé nauðsynlegur til að tryggja öflugt velferðarkerfi, heilbrigðisþjónustu og hátt menntunarstig.

Ég ætla að leyfa mér að mótmæla þessari einföldun. Margt bendir nefnilega til þess að þessu sé öfugt farið. Það er að öflugt velferðarkerfi og góð grunnþjónusta fyrir alla auki líkurnar á hagvexti.

Oftrú á hagvöxt sem einhvers konar forsendu fyrir lífsgæðum er ekki mjög skynsamleg. Bæði vegna þess að það er alls ekki ljóst hvert orsakasamhengið er og líka vegna þess að hagvöxtur einn og sér segir lítið til um „góð lífskjör“ almennings.  Hagvöxtur fjallar um aukna framleiðslugetu þjóðar en segir okkur ekkert um tekjuskiptingu, aðgang fólks að grunnþjónustu, ástandi umhverfisins eða yfirleitt um hamingju fólks.

Nú finnst mér reyndar ágætt að hópur fólks komi saman og fjalli um hvernig má auka hagsæld á Íslandi. Ég vara einfaldlega við því að of mikil áhersla sé lögð á hagvöxt.

Mikill hagvöxtur kann að líta vel út á blaði en ef fórnarkostnaðurinn er mikil tekjuskipting, „hagræðing“ í opinberri þjónustu sem bitnar á venjulegu fólki og eyðilegging á umhverfi er hann lítils virði.

Deildu