Valtvennuvilla og hótun sjávarútvegsráðherra

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

19/06/2013

19. 6. 2013

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, var furðu lostinn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld yfir því hversu margir Íslendingar vilja ekki lækka veiðigjaldið. Viðbrögð ráðherrans voru merkileg vegna þess að í þeim fólst tvennt í senn. Hótun og valtvennuvilla (e. false dilemma – klassísk rökvilla sem oft er nýtt í hvers kyns áróðri). Gefum sjávarútvegsráðherra orðið: „„Eins […]

ValtvennuvillanSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, var furðu lostinn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld yfir því hversu margir Íslendingar vilja ekki lækka veiðigjaldið. Viðbrögð ráðherrans voru merkileg vegna þess að í þeim fólst tvennt í senn. Hótun og valtvennuvilla (e. false dilemma – klassísk rökvilla sem oft er nýtt í hvers kyns áróðri).

Gefum sjávarútvegsráðherra orðið:

„„Eins og ég segi, menn verða að vita hverju þeir eru að hafna og hvað þeir eru að biðja um. Ef að menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ekki hægt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Það er óframkvæmanlegt. Ég efast nú um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni,“ sagði hann að lokum.“

Á mannamáli er Sigurður Ingi að segja að ef mótmælendum tekst að afstýra lækkun veiðigjalda verði engin veiðigjöld rukkuð. Gefur hann í skyn að sú niðurstaða yrði mótmælendum sjálfum að kenna.

Hótunin er augljós. Ef Íslendingar hætta ekki að mótmæla verður veiðigjaldið ekkert.

Valtvennuvillan felst í því að tefla fram tveim afarkostum þegar augljóst er að valkostirnir eru fleiri. Hægt er að fara eftir núgildandi lögum. Hægt er að breyta lögum í samræmi við vilja þess hluta þjóðarinnar sem vill að útgerðin borgi hærra veiðigjald. Það það er jafnvel hægt að setja lög til að niðurgreiða enn frekar sjávarútveg í landinu. Hver trúir því að tillaga stjórnarflokkanna sé eini möguleikinn í stöðunni?

Viðbrögð ráðherrans einkennast af klassískum hræðsluáróðri. Það má ekki hækka skatt, þá hættir fólk að vinna. Það má ekki rukka auðlindagjöld þá fara öll fyrirtæki úr landinu. Það má ekki hækka laun þá fara öll fyrirtæki á hausinn. Það má ekki taka á móti örfáum flóttamönnum, þá fyllist landið af útlendingum. Það má ekki sækjum aðild að ESB, þá er fullveldið í húfi… ad infinitum.

Ekki láta hagsmunaaðila plata ykkur og skrifið undir hér:
http://www.petitions24.com/obreytt_veidigjald

Deildu