Látum í okkur heyra – Veiðigjöld og ESB

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

18/06/2013

18. 6. 2013

Stjórnmál eru allt of mikilvæg til að láta stjórnmálamenn eina um þau. Áríðandi er að við látum sem flest í okkur heyra. Við eigum að reyna að hafa áhrif á það sem kjörnir fulltrúar okkar og ráðherrar eru að gera. Ég vil því benda á tvo undirskriftarlista og hvetja alla sem eru sammála til að […]

petitionStjórnmál eru allt of mikilvæg til að láta stjórnmálamenn eina um þau. Áríðandi er að við látum sem flest í okkur heyra. Við eigum að reyna að hafa áhrif á það sem kjörnir fulltrúar okkar og ráðherrar eru að gera. Ég vil því benda á tvo undirskriftarlista og hvetja alla sem eru sammála til að skrifa undir þá.

1. Óbreytt veiðigjald
(http://www.petitions24.com/obreytt_veidigjald)
Það eru engin haldbær rök fyrir því að lækka gjöld fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Ef eitthvað er mætti hækka slík gjöld. Þeir einu sem græða á lækkun veiðigjalds eru auðmenn. Ekki láta hagsmunaaðila blekkja ykkur. Auðlindir okkar eru verðmætar og svo lengi sem hægt er að hagnast á notkun þeirra mun einhver gera það. Afsláttur af auðlindagjöldum er ekkert annað en opinber velferðarþjónusta fyrir efnafólk.

2. Klárum dæmið – aðildarviðræður við ESB
(http://www.petitions24.com/klarum_daemid)
Látum ekki hagsmunaaðila segja okkur fyrir verkum. Íslendingar eiga rétt á því að taka upplýsta ákvörðun um aðild að ESB eftir að samningar eru í höfn. Það er búið að ræða um aðild að ESB allt of lengi. Við eigum sjálf að fá að ráða. Ekki hagsmunaöfl eða valdastofnanir.

Munið að lýðræði snýst um meira en að kjósa á fjögurra ára fresti.

Tenglar á undirskriftalista:

ATH: Í báðum tilfellum verður að staðfesta undirskrift með því að smella á tengil sem berst til ykkar í tölvupósti.

Deildu