Löglegt en siðlaust

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

20/03/2013

20. 3. 2013

Í kvöld fjallaði Kastljós Sjónvarpsins um þá staðreynd að álfyrirtækin greiða litla sem enga tekjuskatta á Íslandi. Þetta komast fyrirtækin upp með af einni ástæðu. Lögin í landinu leyfa þeim það. Lögin leyfa það vegna þess að stjórnmálamenn hafa ákveðið að gefa auðlindir þjóðarinnar í skiptum fyrir atkvæði og styrki. Í nafni atvinnusköpunar og hagvaxtar […]

VerksmiðjaÍ kvöld fjallaði Kastljós Sjónvarpsins um þá staðreynd að álfyrirtækin greiða litla sem enga tekjuskatta á Íslandi. Þetta komast fyrirtækin upp með af einni ástæðu. Lögin í landinu leyfa þeim það. Lögin leyfa það vegna þess að stjórnmálamenn hafa ákveðið að gefa auðlindir þjóðarinnar í skiptum fyrir atkvæði og styrki. Í nafni atvinnusköpunar og hagvaxtar semja stjórnmálamenn við stórfyrirtæki þannig að þau borga lítið eða ekkert fyrir þær auðlindir sem fyrirtækin nýta auk þess sem þau þurfa ekki að greiða skatta eins og önnur fyrirtæki. Hvað þá einstaklingar.

Réttlæting stjórnmálamanna hljómar einhvern veginn svona: „Við verðum að bjóða upp á samkeppnishæf skilyrði því annars koma fyrirtækin ekki hingað“. „Fyrirtækin fara þá bara eitthvað annað“ bæta frjálshyggjumenn við. Í flestum tilfellum er þetta tóm vitleysa. Svo lengi sem fyrirtæki sjá færi á því að græða peninga þá koma þau. Jafnvel þó gróðinn yrði aðeins minni af því þau þurfa að borga eðlilegt auðlindagjald og greiða skatta. Þetta gera fyrirtæki af nákvæmlega sömu ástæðu og ég mæti í vinnuna á morgnanna þó ég sé ekki fullkomlega sáttur við launin og ég þurfi að greiða skatt. Það er betra en að sitja heima og fá ekki neitt.

Þegar einstaklingar og fyrirtæki fá sérmeðferð eins og þá að þurfa ekki að greiða fullt gjald fyrir afnot að auðlindum og þurfa ekki heldur greiða skatta er það ekkert annað en ríkisstyrkur. Styrkur sem aðrir skattgreiðendur greiða fyrir. Sömu skattgreiðendur og þeir sem neyðast til þess að mæta í vinnu alla daga vikunnar til þess eins að geta greitt af lánum.

Skattaafsláttur til stórfyrirtækja og stóreignamanna er svindl og afsláttur af auðlindagjaldi er ekkert annað en gjöf ríkisins til stóreignafólks á kostnað allra annarra skattborgara. Þó slíkt fyrirkomulag kunni að vera löglegt þá er það örugglega siðlaust.

Sjá nánar:
Umfjöllun í Kastljósinu 20. mars 2013

Óbreytt veiðigjald
(http://www.petitions24.com/obreytt_veidigjald)

ATH: Í báðum tilfellum verður að staðfesta undirskrift með því að smella á tengil sem berst til ykkar í tölvupósti.

Deildu